2011
Undir prestdæminu og að reglu prestdæmisins
mars 2011


Boðskapur heimsóknarkennara, mars 2011

Undir prestdæminu og að reglu prestdæmisins

Lærið efnið og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.

Ljósmynd

Trú • Fjölskylda • Líkn

Kæru systur, hve blessaðar við erum! Við tilheyrum ekki aðeins Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, heldur tilheyrum við einnig Líknarfélaginu—„kvennfélagi Drottins.“1 Líknarfélagið er staðfesting á elsku Guðs til dætra hans.

Fyllist þið ekki unaðslegum tilfinningum þegar þið hugsið um hinn spennandi upphafstíma Líknarfélagsins? Spámaðurinn Joseph Smith kom skipan á Líknarfélagið „undir prestdæminu, að reglu prestdæmisins.“2

Að vera skipaðar „undir prestdæmið“ veitti systrunum valdsumboð og leiðsögn. Eliza R. Snow, annar ráðgjafi í aðalforseti Líknarfélagsins, kenndi að Líknarfélagið „ætti ekki tilurð án prestdæmisins, vegna þeirrar staðreyndar að það hlýtur allt valdsumboð sitt og áhrif frá þeirri uppsprettu.“3 Öldungur Dallin H. Oaks, í Tólfpostulasveitinni, úskýrði: „Valdsumboðið sem iðkað er af embættismönnum og kennurum Líknarfélagsins … er valdsumboðið sem veitist þeim fyrir samband félagsins við Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og fyrir einstaklingsbundna embættissetningu, undir handleiðslu þeirra prestdæmisleiðtoga sem kölluðu þá.“4

Að vera skipaðar „að reglu prestdæmisins“ veitti systrunum helga ábyrgð. Julie B. Beck, aðalforseti Líknarfélagsins, sagði: „Við vinnum að hætti prestdæmisins—sem táknar að við leitum opinberana, hljótum þær og framkvæmdum samkvæmt þeim; tökum ákvarðanir í ráðum; og einbeitum okkur að umönnun hvers einstaks fyri sig. Tilgangur okkar er sá sami og prestdæmisins, að búa okkur sjálfar undir blessanir eilífs lífs með því að gera og halda sáttmála. Þess vegna er verk okkar, eins og bræðranna sem hafa prestdæmið, verk sáluhjálpar, þjónustu og að verða heilagt fólk.“5

Barbara Thompson, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins.

Úr ritningunum

1 Kor 11:11; K&S 25:3; 121:36–46

Úr sögu okkar

Þegar Nauvoo-musterið var í byggingu þráði hópur systra að skipuleggja starf til að leggja sitt af mörkum við bygginguna. Eliza R. Snow gerði uppkast að félagsreglum hópsins. Þegar þær sýndu það spámanninum Joseph, svaraði hann: „Greindu systrunum frá því að fórn þeirra sé Drottni þóknanleg, og að hann hafði nokkuð betra í huga fyrir þær en ritaðar stofnreglur. … Ég kem skipan á konur undir prestdæminu, að reglu prestdæmisins.“6 Nokkru síðar sagði spámaðurinn við hið nýlega stofnaða Líknarfélag: „Ég veiti ykkur nú lyklana í nafni Guðs, og félag þetta skal fagna, og þekking og viska skal upp frá þessari stundu sreyma frá himni.“7 Systrunum var ætlað rísa til æðri heilagleika og búa sig undir helgiathafnir prestdæmisins, sem brátt yrðu framkvæmdar í musterinu.

Heimildir

  1. Spencer W. Kimball, „Relief Society—Its Promise and Potential,“ Ensign, mars 1976, 4.

  2. Joseph Smith, vitnað í Söru Granger Kimball, „Auto-biography,“ Woman’s Exponent, 1. sept. 1883, 51.

  3. Eliza R. Snow, „Female Relief Society,“ Deseret News, 22. apríl 1868, 81.

  4. Dallin H. Oaks, „The Relief Society and the Church,“ Ensign, maí 1992, 36.

  5. Julie B. Beck, „Relief Society: A Sacred Work,“ Líahóna, nóv. 2009, 111.

  6. Joseph Smith, vitnað í Kimball, „Auto-biography,“ 51.

  7. Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 448.

Hvað get ég gert?

  1. Hvernig get ég hjálpað systrunum sem ég heimsæki að njóta blessana hins helga starfs Líknarfélagsins?

  2. Hvað ætla ég að gera þennan mánuð til að auka hæfni mína til að hljóta persónulega opinberun?

Prenta