Kennsla fyrir okkar tíma
Á fjórða sunnudegi hvers mánaðar skulu Melkísedeksprestdæmi og Líknarfélag kenna námsefnið „Kennsla fyrir okkar tíma.“ Nota má eina ræðu eða fleiri frá nýjustu aðalráðstefnu til að undirbúa lexíu (sjá töflu hér á eftir). Stikuforsetar og umdæmisforsetar geta valið hvaða ræður skal kenna og þeim er einnig heimilt að fela biskupum og greinarforsetum þá ábyrgð. Leiðtogar ættu að leggja áherslu á að sama námsefnið sé kennt fyrir bræðurnar í Melkísedeksprestdæminu og systurnar í Líknarfélaginu á sömu sunnudögum.
Þau ykkar sem sitja kennslustund á fjórða sunnudegi eru hvött til að kynna ykkur síðasta tímarit aðalráðstefnu.
Ábendingar um lexíur úr ræðum
Biðjið þess að heilagur andi verði með ykkur þegar þið nemið og kennið ræður. Þið getið freistast til þess að nota annað efni, en ráðstefnuræður er það námsefni sem nota skal. Verkefni ykkar er að hjálpa öðrum að læra fagnaðarerindið og lifa eftir því, líkt og kennt er á síðustu aðalráðstefnu kirkjunnar.
Lesið ræðurnar og gætið að reglum og kenningum sem nemendur ykkar hafa þörf fyrir. Gætið einnig að frásögnum, tilvísunum í ritningarnar og staðhæfingum í ræðunum, sem auðvelda ykkur að kenna sannleikann.
Gerið drög að því hvernig þið kennið reglurnar og kenningarnar. Í kennsludrögum ykkar ættu að vera spurningar sem gagnlegar eru nemendum:
-
Gætið að reglum og kenningum í ræðunum.
-
Hugsið um merkingu þeirra.
-
Miðlið hugmyndum, lífsreynslu og vitnisburði.
-
Heimfærið reglur og kenningar upp á líf þeirra.
Mánaðarlegar lexíur eru kenndar |
Námsefni fjórða sunnudags |
---|---|
Nóvember 2011–apríl 2012 |
Ræður gefnar út í Líahóna*nóvember 2011 |
Maí 2012–október 2012 |
Ræður gefnar út í Líahóna*maí 2012 |