Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, febrúar 2012
Hvetja þau til að biðja
Þegar ég var lítill drengur kenndu foreldrar mínir mér að biðja með eigin fordæmi. Í upphafi sá ég himneskan föður fyrir mér langt í burtu. Kynni mín af bæninni hefur breyst með árunum. Sú mynd sem ég dreg upp í huga mínum nú er að himneskur faðir er nálægur, umlukinn björtu ljósi og að hann gjörþekkir mig.
Sú breyting gerðist þegar ég hlaut vitnisburð um að sú frásögn Josephs Smith sem gerðist í Manchester, New York væri sönn:
„[Ég sá] ljósstólpa beint yfir höfði mér, skærari en sólin, og hann lækkaði hægt, uns hann féll á mig.
Hann hafði ekki fyrr birst en ég fann mig lausan undan óvininum, sem hélt mér föngnum. Þegar ljósið hvíldi á mér, sá ég tvær verur, svo bjartar og dýrðlegar, að ekki verður með orðum lýst, og stóðu þær fyrir ofan mig í loftinu. Önnur þeirra ávarpaði mig, nefndi mig með nafni og sagði, um leið og hún benti á hina — Þetta er minn elskaði sonur. Hlýð þú á hann!“ (Joseph Smith — Saga 1:16–17).
Himneskur faðir var í lundinum á þessum fagra vordegi. Hann nefndi Joseph með nafni. Og hann kynnti hinn upprisna frelsara heimsins sem sinn „elskaða son.“ Hvenær og hvar sem þið biðjist fyrir, megnar vitnisburður ykkar um þennan dýrðlega atburð að blessa ykkur.
Sá faðir sem við biðjum til er dýrðlegur Guð, sem skapaði heimana með sínum elskaða syni. Hann heyrir bænir okkar, líkt og hann heyrði bæn Josephs — jafn greinilega og ef þær væru fluttar í návist hans. Hann elskar okkur svo mikið að hann gaf son sinn sem frelsara okkar. Með þeirri gjöf gerði hann okkur mögulegt að hljóta ódauðleika og eilíft líf. Og hann býður okkur, fyrir bænir í nafni sonar síns, að eiga samskipti við sig í þessu lífi svo oft sem við kjósum.
Prestdæmishafar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hafa þá helgu ábyrgð að „vitja heimilis sérhvers meðlims og hvetja þá til að biðja upphátt og í leynum“ (K&S 20:47; skáletrað hér).
Hægt er á marga vegu að hvetja aðra til að biðja. Við getum til að mynda vitnað um að Guð hafi boðið okkur að biðja ávallt, eða gefið dæmi úr ritningunum og miðlað af reynslu okkar um blessanirnar sem hljótast af því að biðja, ákalla og leita. Ég get til að mynda vitnað um þá vitneskju mína að himneskur faðir bænheyrir okkur. Ég hef hlotið leiðsögn og huggun af orðum sem í huga minn hafa komið og af andanum veit ég að orðin voru frá Guði.
Spámaðurinn Joseph Smith upplifði slíkt og það getið þið líka gert. Hann hlaut eftirfarandi svar við innilegri bæn sinni:
„Sonur minn, friður sé með sál þinni. Mótlæti þitt og þrengingar munu aðeins vara örskamma stund‒
Og ef þú stenst það vel, þá mun Guð upphefja þig í upphæðum“ (K&S 121:7–8).
Þetta var opinberun frá kærleiksríkum föður til trúfasts sonar í mikilli nauð hans. Sérhvert barn Guðs getur átt samskipti við hann í bæn. Engin bænahvatning hefur haft jafn mikil áhrif á mig ogtilfinning kærleika og ljóss sem hafa borist með auðmjúkri bænagjörð.
Við hljótum vitnisburð um eitthvað boðorð Guðs með því að halda það boðorð (sjá Jóh 7:17). Sú er aunin hvað varðar boðorðið um að biðja upphátt og í leynum. Sem kennari ykkar og vinur heiti ég ykkur því að Guð mun svara bænum ykkar og fyrir kraft heilags anda getið þið sjálf komist að því að svarið er frá honum komið.
© 2012 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/11. Þýðing samþykkt: 6/11. Þýðing á First Presidency Message, February 2012. Icelandic. 10362 190