Boðskapur heimsóknarkennara, febrúar 2012
Verðir hjartans
Lærið efnið og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.
„Þið eruð verðir hjartans,“ sagði Gordon B. Hinckley forseti (1910–2008), við kynningu á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ á aðalfundi Líknarfélagsins árið 1995. „Þið fæðið börnin. Þið alið þau upp og temjið þeim venjur lífsins. Ekkert annað starf kemst nær guðleikanum, en það að ala upp syni og dætur Guðs.“1
Í næstum 17 ár hefur þessi yfirlýsing undirstrikað að mikilvægasta ábyrgð okkar er að styrkja fjölskyldur og heimili – hverjar sem núverandi aðstæður okkar eru. Barbara Thompson, sem nú er annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, var í Laufskálanum í Salt Lake þegar Hinckley forseti las fyrst yfirlýsinguna. „Það var stórkostleg stund,“ sagði hún. „Ég skynjaði mikilvægi boðskaparins. Ég hugsaði einnig með mér: ‚Þetta er stórkostlegur leiðarvísir fyrir foreldra. Þetta er einnig mikil ábyrgð fyrir foreldra.‘ Þeirri hugsun skaut andartak niður að þetta ætti nú ekki alls kostar við mig þar sem ég var barnlaus og ekki gift. En svo skaut þessari hugsun niður svo til samstundis: ‚En þetta á við um mig.‘ Ég hugsaði: ‚Ég tilheyri fjölskyldu. Ég er dóttir, systir, frænka og barnabarn. Ég bý að ábyrgð – og blessunum – vegna þess að ég tilheyri fjölskyldu. Þótt ég væri sú eina á lífi í fjölskyldu minni, myndi ég samt tilheyra fjölskyldu Guðs og mér ber skylda til að leggja mitt af mörkum til að efla aðrar fjölskyldur.‘ “
Til allrar hamingju erum við ekki einar í starfi okkar. „Gagnlegasta hjálpin,“ sagði systir Thompson, „sem við hljótm við að efla fjölskyldur er að þekkja kenningar Krists, fylgja þeim og reiða okkur á hjálp hans.“2
Úr ritningunum
Okv 22:6; 1 Ne 1:1; 2 Ne 25:26; Alma 56:46–48; Kenning og sáttmálar 93:40
Úr sögu okkar
„Þegar systir Bathsheba W. Smith þjónaði sem fjórði aðalforseti Líknarfélagsins [frá 1901 til 1910], skynjaði hún þörfina á að styrkja fjölskyldur, og því sá hún um gerð lexía um móðurfræðslu fyrir Líknarfélagssysturnar. Í lexíunum var leiðsögn um hjónabandið, umsjá á meðgöngutíma, og barnauppeldi. Lexíur þessar voru í samhljóm við kenningar Joseph F. Smith forseta um að aðstoða konur í Líknarfélaginu í hlutverki þeirra á heimilinu:
„ ‚Hvar sem fáfræði ríkir, eða í það minnsta skortur á skilningi, á mikilvægi og skyldum fjölskyldunnar og réttmætum skuldbindingum eiginmanns og eiginkonu og foreldra og barna, er Líknarfélagið nærri, og er, með réttmætum gjöfum og innblæstri sem því tilheyra, reiðubúið til að veita fræðslu um þessar mikilvægu skyldur.‘ “3
© 2012 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/11. Þýðing samþykkt: 6/11. Þýðing á Visiting Teaching Message, February 2012. Icelandic. 10362 190