Æskufólk
Leidd af lifandi spámanni
Þegar ég var 16 ára gafst mér tækifæri í fyrsta sinn til að fara í eigin persónu á aðalráðstefnu. Fjölskylda mín átti heima í Vestur-Oregon, Bandaríkjunum, og við ókum til Utah til að fara á aðalráðstefnuna og skilja eldri bróður minn eftir í trúboðsskólanum.
Ég fór á aðalráðstefnuna með þrá til að hljóta kennslu heilags anda. Af þeim sökum hlaut ég staðfestingu frá andanum, sem ég hefði líklega ekki hlotið, ef ég hefði ekki búið mig undir það.
Á einum ráðstefnuhlutanum stóðu allir upp og sungu saman sálminn „Leið oss, mikli himna Herra.“ Meðan við sungum hlaut ég sterkt hugboð um að líta umhverfis mig í Ráðstefnuhöllinni. Ég gerði það og var snortin af sameinuðum anda þeirra þúsunda sem upphófu rödd sína til að lofsyngja Guð.
Mér fannst mér svo líða líkt og Nefí þegar hann sá sýnina um lífsins tré, því andinn sagði við mig: „Sjá“ (sjá 1 Ne 11–14). Mér varð litið á Thomas S. Monson forseta og skynjaði þá að einingin í kirkjunni væri vegna þess að við værum leidd af lifandi spámanni. Ég veit, fyrir vitnisburð heilags anda, að Monson forseti er sannur spámaður okkar tíma, og ég veit að Jesús Kristur leiðir kirkju sína með honum.