Boðskapur heimsóknarkennara, júní 2012
Heimsóknarkennsla—heilagt viðfangsefni
Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.
Við þurfum að framfylgja andlegu ætlunarverki sem heimsóknarkennarar. „Biskupinn, sem er vígður hirðir deildarinnar, getur engan veginn vakið yfir öllum sauðum Drottins í einu. Hann reiðir sig á innblásna hjálp heimsóknarkennara.“1 Að sækjast eftir og að hljóta opinberun um hverjum ætti að fela að vaka yfir hverri systur er nauðsynlegt.
Innblástur hefst þegar meðlimir forsætisráðs Líknarfélagsins ræða bænþrungið þarfir einstaklinga og fjölskyldna. Forsætisráð Líknarfélagsins úthlutar síðan, með samþykki biskups, verkefnum á þann hátt sem hjálpar systrunum að skilja að heimsóknarkennslan er mikilvæg andleg ábyrgð.2
Heimsóknarkennarar sækjast af einlægni eftir að þekkja og elska hverja systur, hjálpa henni að efla trú sína og veita þjónustu þegar þörf er á henni. Þær leita innblásturs persónulega til að vita hvernig bregðast á við andlegum og stundlegum þörfum hverrar þeirrar systur sem þær heimsækja.3
„Heimsóknarkennslan verður verk Drottins þegar áhersla er lögð á fólk fremur en tölfræði. Heimsóknarkennsla tekur í raun aldrei enda. Hún er fremur lífsvenja en verkefni.“4
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
Eliza R. Snow, annar aðalforseti Líknarfélagsins, sagði: „Ég tel embætti kennara mikilvægt og heilagt.“ Hún ráðlagði heimsóknarkennurum „að vera uppfullar af anda Guðs, visku, auðmýkt, kærleika“ áður en þær færu í heimsóknir svo þær gætu komist að og uppfyllt andlegar sem stundlegar þarfir. Hún sagði: „Ykkur kann að finnast þið þurfa að mæla orð friðar og huggunar, og ef þið finnið systur sem köld er orðin, umvefjið hana þá kærleika, líkt og þið faðmið barn að brjósti ykkar, og veitið henni yl og hlýju.“5
Þegar við höldum áfram í trú, líkt og systurnar í Líknarfélaginu gerðu hér áður fyrr, munum við njóta heilags anda og innblásturs um að vita hvernig hjálpa á hverri systur sem við heimsækjum. „Við skulum leita visku í stað kraftar,“ sagði Snow, „og okkur mun gefast allur sá kraftur sem við höfum visku til að beita.“6
© 2012 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/11. Þýðing samþykkt: 6/11. Þýðing á Visiting Teaching Message, June 2012. Icelandic. 10366 190