Boðskapur heimsóknarkennara, september 2012
Sérstakar þarfir og veitt þjónusta
Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.
![Merki Líknarfélagsins](https://www.lds.org/bc/content/shared/content/images/magazines/liahona/2013/02/relief-society-seal.jpg)
Trú, fjölskylda, líkn
„Þarfir annarra eru alltaf fyrir hendi,“ sagði Thomas S. Monson forseti, „og öll getum við gert eitthvað öðrum til hjálpar. … Líf okkar hefur lítinn tilgang, ef við týnum okkur ekki í þjónustu við aðra.“1
Við getum sem heimsóknarkennarar þekkt og elskað hverja systur af einlægni sem við heimsækjum. Sú þjónusta sem við veitum verður okkur eðlislæg vegna elsku okkar til þeirra (sjá Jóh 13:34–35).
Hvernig getum við þekkt andlegar og stundlegar þarfir systra okkar, svo við getum þjónað þeim þegar þörf er á? Við eigum sem heimsóknarkennarar rétt á innblæstri þegar við biðjumst fyrir vegna þeirra sem við heimsækjum.
Reglubundið samband við systur okkar er líka mikilvægt. Persónulegar heimsóknir, símtöl, hvatningar tölvupóstur, að sitja við hlið hennar, einlægt hrós, hjálpa henni í kirkju, hjálpa henni í veikindum og neyð og annars konar þarfleg þjónusta gerir okkur kleift að vaka yfir og styrkja hver aðra.2
Heimsóknarkennurum er boðið að greina frá velferð og sérstökum þörfum systranna og þjónustunni sem þeim er veitt. Slík greinargerð og sú þjónusta sem við veitum systrunum gerir okkur kleift að vera lærisveinar.3
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
Þjónusta við hver aðra hefur alltaf verið kjarni heimsóknarkennslunnar. Með stöðugri þjónustu stuðlum við að kærleika og vináttu sem nær lengra en mánaðarlegar heimsóknir. Það er umhyggja okkar sem skiptir máli.
„Ég vil biðja systurnar að láta af því að hafa áhyggjur af símtali eða mánaðarlegum heimsóknum,“ sagði Mary Ellen Smoot, þrettándi aðalforseti Líknarfélagsins. Hún bauð okkur fremur að „helga okkur því að endurnæra ljúfar sálir.“4
Spencer W. Kimball forseti (1895–1985) kenndi: „Mikilvægt er að við þjónum hvert öðru í ríkinu.“ En að sama skapi sagði hann alla þjónustu ekki þurfa að vera hetjulega. „Oft eru þjónustuverk okkar aðeins einföld hvatning eða … hjálp við hversdagsleg verk,“ sagði hann, „en hve dýrðlegar afleiðingar geta komið … af fábrotnum og vel hugsuðum verkum!“5
© 2012 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Prentað í Þýskalandi. Samþykkt á ensku: 6/11. Þýðing samþykkt: 6/11. Þýðing á Visiting Teaching Message, September 2012. Icelandic. 10369 190
Hvað get ég gert?
-
Leita ég persónulegs innblásturs til að vita hvernig bregðast á við andlegum og stundlegum þörfum hverrar systur sem mér er falið að vaka yfir?
-
Hvernig vita systurnar sem ég vaki yfir að ég ann þeim og fjölskyldu þeirra?