Æskufólk
Hið fullkomna aðfangadagkvöld
Á æskuárum mínum var aðfangadagskvöld einn af hápunktum ársins. Fjölskylda mín og ég bjuggum til pizzu, sungum jólasöngva og komum saman til jólahátíðar. Við sungum sálma fjórraddað í kór og lékum jólalögin hátt á okkar sérstöku hljóðfæri. Pabbi lauk alltaf kvöldinu með jólahugvekju sem skildi okkur eftir í gleðitárum. Lífið varð ekki betra en á aðfangadagskvöldi.
Þegar ég varð aðeins eldri, tók mamma að annast ungan nágranna að nafni Kelly. Kelly kom yfir í húsið okkar dag hvern eftir skóla, meðan mamma hans, Patty, lauk vinnu sinni. Kelly fylgdi mér eftir eins og hvolpur — hávær og þurfandi. Mér létti alltaf eftir að Patty sótti dóttur sína og friður ríkti á heimilinu að nýju.
Desembermánuð nokkurn varð ég skelfingu lostin þegar mamma bauð Patty og Kelly að vera hjá okkur á aðfangadagskvöldi. Aðfangadagskvöldið mitt. Mamma brosti og fullvissaði mig: „Það mun engu breyta.“ En ég vissi betur. Þær myndu borða alla pizzuna okkar. Kelly myndi gera gys að söngnum okkar. Ég átti von á versta aðgangadagskvöldi sem um gæti.
Þegar aðfangadagskvöldið rann upp komu Patty og Kelly til okkar og við ræddum, hlógum og sungum saman. Móðir mín hafði rétt fyrir sér. Það var fullkomið. Á miðnætti þökkuðu þær fyrir sig og fóru treglega. Ég fór í rúmið glöð í hjarta. Ég hafði komist að því að hinn sanna gjöf jólanna verður ekki minni við það að deila henni með öðrum. Þess í stað verður hún ljúfari og fyllri þegar við miðlum henni öðrum.