Boðskapur heimsóknarkennara, desember 2012
Heimsóknarkennslan er sáluhjálparstarf
Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.
![Merki Líknarfélagsins](https://www.lds.org/bc/content/shared/content/images/magazines/liahona/2013/02/relief-society-seal.jpg)
Trú, fjölskylda, líkn
Heimsóknarkennsla gefur konum kost á að vaka yfir og kenna hver annarri og styrkja hver aðra — hún er sannlega sáluhjálparstarf. Með heimsóknarkennslunni veita systur þjónustu sem fulltrúar frelsarans og hjálpa við að búa konur undir blessanir eilífs lífs.
„Okkur ber ‚að aðvara, útskýra, hvetja og kenna og bjóða [öðrum] að koma til Krists‘ (K&S 20:59), líkt og Drottinn hefur sagt með opinberun,“ sagði Spencer W. Kimball forseti (1895–1985). Hann sagði líka: „Vitnisburður ykkar er undursamlegur miðill.“1
Þegar við sem heimsóknarkennarar aukum þekkingu okkar á sannleika fagnaðarerindisins, munu vitnisburðir okkar styrkja og efla systur sem búa sig undir skírn og staðfestingu. Við hjálpum nýjum meðlimum að verða ankeri í fagnaðarerindinu. Heimsóknir og kærleikur okkar stuðla að því „að þeir sem farið hafa afvega komi aftur og vermir hjörtu þeirra sem kulnaðir eru í fagnaðarerindinu.“2 Og við hvetjum systur til að koma til Krists með musterissókn.
„Þið munið bjarga sálum,“ sagði Kimball forseti við heimsóknarkennara, „og hver veit nema margt af okkar góða virka fólki í kirkjunni nú, sé virkt vegna þess að þið vitjuðuð heimila þess og veittuð því nýtt viðhorf, nýja sýn. Þið dróguð tjöldin frá. Þið útvíkkuðuð sjóndeildarhring þeirra. …
Þið eruð ekki aðeins að bjarga systrunum, heldur hugsanlega líka eiginmönnum þeirra og heimilum.“3
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
Þegar spámaðurinn Joseph Smith stofnaði Líknarfélagið, sagði hann að konurnar ættu ekki aðeins að annast hina fátæku, heldur líka að bjarga sálum. Hann kenndi líka að konur í kirkjunni gegndu mikilvægu hlutverki í sáluhjálparáætlun himnesks föður.4 Með því að fylgja reglunum sem spámaðurinn Joseph Smith kenndi, getum við sem systur í Líknarfélaginu starfað saman að því að búa konur og fjölskyldur þeirra undir æðstu blessanir Guðs.
„Við skulum sýna hvert öðru hluttekningu,“ sagði Brigham Young forseti (1801–77), „og láta hina sterku ala önn fyrir hinum veiku, uns sterkir verða, og láta hina sjáandi leiða hina blindu, uns þeir taka að sjá veginn sjálfir.“5
© 2012 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/11. Þýðing samþykkt: 6/11. Þýðing á Visiting Teaching Message, December 2012. Icelandic. 10372 190
Hvað get ég gert?
-
Hvernig býr Líknarfélagið mig undir blessanir eilífs lífs?
-
Hvað get ég gert til að auka trú þeirra sem ég vaki yfir?