2013
Hlusta eftir innblæstri
janúar 2013


Æskufólk

Hlusta eftir innblæstri

Kvöld nokkurt hljóp ung frænka mín að heiman, svo ég fór í flýti að leita hennar. Þegar ég ók um, bað ég þess að andinn hjálpaði mér. Ég vissi að Guð myndi svara og leiðbeina mér og reyndi því að hlusta eftir innblæstri andans. En þegar ég fékk ekkert heyrt, tók ég að fyllast örvæntingu og skynjaði ekki innblástur andans.

Þótt ég hefði viljað fara lengra í leit minni, fannst mér að ég ætti að halda mig í hverfinu þar sem frænka mín bjó. Ég ákvað því að aka um hverfið einu sinni í viðbót. Þegar ég stöðvaði við gatnamót, sá ég skuggamynd af ungri stúlku á gangi. Ég hafði fundið frænku mína!

Þegar ég fór út úr bílnum og hljóp í átt til hennar, varð mér ljóst að andinn hafði leitt mig allan tíman með því að gefa mér þá tilfinningu að mér bæri að halda mig í hverfinu. Þar sem ég hafði reynt að hlusta á hljóða rödd, hafði mér næstum yfirsést innblástur andans. Mér skildist þá að oft heyrum við ekki rödd, heldur skynjum innblástur í hjarta okkar.

Ég var afar þakklát fyrir leiðsögn andans. Hann er sannlega ætíð til staðar! Líkt og ritningarnar segja: „Heilagur andi verður þér stöðugur förunautur“ K&S 121:46).

Ef við erum verðug leiðsagnar andans og hlustum af athygli, getum við verið verkfæri í höndum Guðs við að koma góðu til leiðar hjá mörgum. Við munum vita hvert skal halda, með stöðugu samfélagi við andann.