2013
Trúboðsstarf
janúar 2013


Boðskapur heimsóknarkennara, janúar 2013

Trúboðsstarf

Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar. Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

Síðari daga heilagir eru sendir út til að „vinna í víngarði [Drottins] til hjálpræðis sálum manna“ (K&S 138:56), en það nær yfir trúboðsstarfið. Við þurfum ekki formlega trúboðsköllun til að miðla fagnaðarerindinu. Aðrir umhverfis okkur verða blessaðir af fagnaðarerindinu og þegar við gerum okkur reiðubúnar, mun Drottinn nota okkur. Heimsóknarkennarar geta tekið andlegri ábyrgð sinni opnum örmum og lagt sitt af mörkum við að „gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika“ (HDP Móse 1:39).

Þegar spámaðurinn Joseph Smith stofnaði Líknarfélagið árið 1842, sagði hann að konunum bæri ekki aðeins að huga að hinum fátæku, heldur líka að bjarga sálum.1 Það er enn hlutverk okkar.

„Drottinn … trúir þeim fyrir vitnisburði sem vilja gefa hann öðrum,“ sagði Dieter F. Uchtdorf forseti og annar ráðgjafi Æðsta forsætisráðinu. „Enn fremur, ætlast Drottinn til þess af meðlimum kirkju sinnar að‚ [þeir ljúki] upp munni [sínum og boði] fagnaðarerindi [hans] með gleðihljómi‘ (K&S 28:16). … Stundum getur einstakur vitnisburður sett í gang atburði sem hafa áhrif á líf einhvers til eilífðar.“2

Úr ritningunum

Kenning og sáttmálar 1:20–23; 18:15; 123:12

Úr sögu okkar

Frásögnin um Olgu Kovářová, frá fyrrum Tékkóslóvaníu, er dæmi um trúboðsstarf meðlims úr sögu Líknarfélagsins. Árið 1970 var Olga læknanemi sem hungraði eftir auknu andríki í lífi sínu. Hún veitti athygli hinum 75 ára gamla Otakar Vojkůvka, sem var Síðari daga heilagur. „Þótt ég sæi hann sem 75 ára gamlan að útliti, var hann aðeins 18 ára í hjarta og fullur af gleði,“ sagði hún.„Það var óvenjulegt í Tékkóslóvaníu á þeim bölsýnistímum.“

Olga spurði Otakar og fjölskyldu hans hver væri ástæða gleði þeirra. Þau kynntu hana öðrum kirkjumeðlimum og gáfu henni Mormónsbók. Hún las hana af áhuga og var brátt skírð og staðfest. Frá þessum tíma hefur Olga haft áhrif til góðs í heiminum í stjórnmálabölsýni og trúarofsóknum. Hún þjónaði sem Líknarfélagsforseti í fámennri grein sinni og hjálpaði að bjarga sálum manna með því að færa þær til Krists.3

Hvað get ég gert?

  1. Fylgi ég innblæstri heilags anda, er ég gef systrunum sem ég heimsæki vitnisburð minn?

  2. Hvernig hjálpa ég systrunum sem ég vaki yfir, að læra fagnaðarerindið?

Heimildir

  1. Sjá Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 453.

  2. Dieter F. Uchtdorf, „Waiting on the Road to Damascus,” Liahona, maí 2011, 76–77.

  3. Sjá Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 92–95.