Æskufólk
Græð hjarta mitt
Á árlegum dánardegi bróður míns ígrundaði ég líf mitt frá því hann lést. Ég minntist ekki aðeins hins mikla sársauka sem ég hafði upplifað, heldur líka blessananna sem Guð hafði veitt mér.
Ég fékk ekki skilið hvernig fólk gat sagt að blessanir gætu fylgt dauða ástvinar. Ég fékk ekki skilið hvernig ég gæti mögulega upplifað gleði og þakklæti samfara því sem syrgði mig djúpt. Nótt eina breyttist þó viðhorf mitt algjörlega.
Ég vaknaði upp á miðri nóttu og var þyngra fyrir hjarta en nokkru sinni áður. Sársaukinn var yfirþyrmandi. Ég féll á kné og kjökraði fram bæn til himnesks föður. Alla ævi hafði mér verið sagt frá friðþægingu Jesú Krists og undursamlegum lækningarmætti hennar. Nú var reynt á trú mína. Trúði ég í raun? Ég sárbað föður minn á himnum að græða hjarta mitt. Sársaukinn var mér of þungbær til að takast á við hann einsamall.
Þá upplifði ég frið, huggun og kærleika í hverri taug líkamans. Mér fannst líkt og Guð hefði vafið mig örmum sínum og væri að vernda mig frá hinum mikla sársauka sem ég upplifði. Ég saknaði enn bróður míns, en fékk nú séð með öðrum augum. Mér lærðist svo margt af þessari reynslu.
Ég veit að kærleikur og friður Drottins eru raunverulegir. Við þurfum aðeins að vera mótækileg.