Boðskapur heimsóknarkennara, mars 2013
Endurvirkjun
Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar. Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.
Spámaður okkar, Thomas S. Monson forseti hefur hvatt okkur til að „ná til þeirra sem svo mjög þarfnast hjálpar okkar og lyfta þeim á æðri leið og betri veg. … Það er verk Drottins, og þegar við erum í þjónustu Drottins, … eigum við rétt á hjálp Drottins.“ 1
Fyrir mörgum árum heimsóttu LaVene Call og félagi hennar í heimsóknarkennslunni lítt virka systur. Þær knúðu dyra og ung móðir á baðslopp opnaði dyrnar. Hún virtist lasin, en þær komust brátt að því að hún glímdi við áfengisvanda. Heimsóknarkennararnir sátu og ræddu við móðurina sem átti í baráttunni.
Eftir að þær fóru, sögðu þær: „Hún er barn Guðs. Ábyrgð okkar er að hjálpa henni.“ Þær heimsóttu hana því oft. Í hvert sinn sáu þær og skynjuðu breytingar til góðs. Þær buðu systurinni að koma í Líknarfélagið. Hikandi hóf hún þó loks að koma reglubundið. Eftir hvatningu tók hún, eiginmaður hennar og dóttir að sækja kirkju. Eiginmaðurinn skynjaði heilagan anda. Hann sagði: „Ég ætla að gera það sem biskupinn leggur til.“ Þau eru nú virk í kirkjunni og hafa innsiglast í musterinu.2
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
Að hjálpa þeim sem farið hafa afvega, að lifa að nýju eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, hefur ávallt verið hluti af því að vera Síðari daga heilagur og meðlimur í Líknarfélaginu. Brigham Young forseti (1801–77) sagði: „Við skulum hafa samúð með hvert öðru, … og láta hina sjáandi leiða hina blindu, þar til þeir taka að greina veginn sjálfir.“3
Eliza R. Snow, annar aðalforseti Líknarfélagsins, staðfesti með þakklæti viðleitni systra í Ogden, Utah, Bandaríkjunum, til að styrkja hver aðra. „Mér er vel ljóst að heilmikið er gert [í formi þjónustu] sem aldrei fer í [skýrslubækurnar],“ sagði hún. En henni var ljóst að himneskar skýrslur eru haldnar um starf systranna, er þær reyna að ná til þeirra sem kulið hafa í hjarta, og hún sagði: „Joseph Smith forseti sagði að þetta samfélag væri skipulagt til að bjarga sálum. … Önnur skýrsla er haldin um trú ykkar, ljúfmennsku, góð verk og orð. … Ekkert fer forgörðum.“4
© 2013 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/12. Þýðing samþykkt: 6/12. Þýðing á Visiting Teaching Message, March 2013. Icelandic. 10663 190