Boðskapur heimsóknarkennara, ágúst 2014
Hið guðlega hlutverk Jesú Krists: Messías
Kynnið ykkur vandlega efnið sem hér er í anda bænar og reynið að finna út hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar eru á reliefsociety.lds.org.
Í ritningunum er sagt að við getum dvalið í návist Guðs „fyrir verðleika, miskunn og náð heilags Messíasar“ (2 Ne 2:8). Messías er „aramískt og hebreskt orð sem táknar ,hinn smurði.’ … Í Nýja testamentinu er Jesús nefndur Kristur, sem er grískt orð er svarar til Messías. Það táknar hinn smurði spámaður, prestur, konungur og bjargvættur.“1
Öldungur Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni vitnaði: „Ég veit að [Jesús Kristur] er hinn heilagi Ísraels, sá Messías sem mun dag einn koma aftur í lokadýrð, til að ríkja á jörðu sem Drottinn drottnara og konungur konunga. Það er ekkert annað nafn gefið undir himninum sem maðurinn getur frelsast fyrir.“2
„[Jesús Kristur] er frelsari og lausnari heimsins,“ sagði Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu. „Hann er hinn fyrirheitni Messías. Hann lifði fullkomnu lífi og friðþægði fyrir syndir okkar. Hann mun ætíð vera okkur til stuðnings. Hann mun há baráttu okkar. Hann er von okkar; hann er hjálpræði okkar; hann er vegurinn.“3
Fleiri ritningargreinar
Úr ritningunum
Kvenlærisveinar Krists hafa verið vitni að hlutverki hans sem Messíasar. María Magdalena var lærisveinn Jesú Krists. Hún var sú fyrsta sem sá „steininn tekinn frá gröfinni“ að morgni upprisu Krists. Hún „stóð úti fyrir gröfinni og grét“ eftir að hafa komist að því að líkami hans var ekki lengur í gröfinni.
Síðan „snýr hún sér við og sér Jesú standa þar. En hún vissi ekki að það var Jesús.
Jesús segir við hana: ,Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú?‘ Hún hélt, að hann væri grasgarðsvörðurinn, og sagði við hann: ,Herra, ef þú hefur borið hann burt, þá segðu mér, hvar þú hefur lagt hann, svo að ég geti sótt hann.’
Jesús segir við hana: ,María!‘ Hún snýr sér að honum og segir á hebresku: ,Rabbúni!‘ (Rabbúní þýðir meistari.)“ Maríu varð ljóst að ekki var um grasgarðsvörðinn að ræða, heldur var þar Jesús Kristur, Messías. (Sjá Jóh 20:1–17.)
© 2014 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/14. Þýðing samþykkt: 6/14. Þýðing á Visiting Teaching Message, August 2014. Icelandic. 10868 190