Boðskapur heimsóknarkennara, september 2014
Hið guðlega hlutverk Jesú Krists: Huggari
Kynnið ykkur vandlega efnið sem hér er með bæn í huga og reynið að finna út hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar eru á reliefsociety.lds.org.
Loforð Jesú Krists er: „Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar“ (Jóh 14:18). Hann mun gefa okkur „höfuðdjásn í stað ösku, fagnaðarolíu í stað hryggðar“ (Jes 61:3). Þar sem Kristur þjáðist fyrir okkur öll í friðþægingu sinni , mun hann ekki gleyma okkur. „Frelsari okkar hefur tekið á sig … sársauka okkar og sorgir, svo hann fái þekkt líðan okkar og vitað hvernig best er að liðsinna okkur,“ sagði Linda S. Reeves, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins.1
Vitneskjan um að Kristur muni hugga okkur, getur fært okkur frið og hvatt okkur til að fylgja fordæmi hans með því að þjóna öðrum. Thomas S. Monson forseti sagði: „Vitneskjan um fagnaðarerindið og ást okkar á himneskum föður og frelsara okkar, mun hughreysta okkur og styðja og færa okkur gleði í hjarta, þegar við göngum grandvör og höldum boðorðin. Ekkert í þessum heimi fær sigrað okkur.“2
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
Elaine L. Jack, tólfti aðalforseti Líknarfélagsins, sagði: „Með heimsóknarkennslunni náum við hver til annarrar. Hendur fá oft mælt það sem orð fá ekki sagt. Hlýtt faðmlag tjáir mörg orð. Að hlægja saman tengir okkur böndum. Að deila með öðrum endurnærir sálina. Við getum ekki alltaf létt byrðinni af hinni bágstöddu, en við getum lyft henni svo hún fái hæglega borið hana.3
Líknarfélagssystur okkar og brautryðjendur „fundu andlegan styrk í kærleika og hluttekningu hver annarrar. … Þegar þær gengu í gegnum prófraun sjúkdóma og dauða, báðu þær í trú hver fyrir annarri og hugguðu hver aðra. ,Kærleikur Guðs streymdi frá hjarta til hjarta,’ skrifaði Helen Mar Whitney, ,þar til hinum guðlausa virtist skorta allan kraft til að komast upp á milli okkar og Drottins og hans miskunnarlausu örvar fengu í sumum tilvikum engri sorg áorkað.’”4
© 2014 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/14. Þýðing samþykkt: 6/14. Þýðing á Visiting Teaching Message, September 2014. Icelandic. 10869 190