2015
Sigur með Jesú Kristi
mars 2015


Æskufólk

Sigur með Jesú Kristi

Ég glímdi við ofát. Stöðugt og síendurtekið ofát fyllti mig mikilli sektarkennd og vonbrigðum. Ég varð afar vanmáttugur er ég reyndi að sigrast á þessum vanda.

Um langan tíma horfði ég fram hjá þeirri staðreynd að friðþæging lausnarans frelsar okkur ekki aðeins, heldur endurleysir hún okkur líka og fullkomnar, og það átti líka við um mína ófullkomnun og augljósan ávana ofáts.

Ég ákvað að gefa mig frelsaranum á hönd. Ég baðst fyrir. Ég játaði einlæglega veikleika minn og þörf mína fyrir náð og bað loks himneskan föður um að blessa mig með sinni guðlegu hjálp á komanda degi. Um kvöldið fann ég fullvissu frá kærleiksríkum föður, að hann þráði innilega að koma einum syni sínum til hjálpar, og óumdeilanlegan kraft til að uppfylla vilja hans.

Frá þessari stundu var matarþörfin ekki lengur jafn mikil og hún hafði áður verið. Ég veit að Jesús Kristur er ástæða árangurs míns. Mér lærist, líkt og Páli: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir“ (Fil 4:13). Ég reyni líka að muna ætíð eftir þessum orðum Páls: „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!“ (1 Kor 15:57).

Prenta