2015
Eiginleikar Jesú Krists: Langlyndi og þolinmæði
mars 2015


Boðskapur heimsóknarkennara, Mars 2015

Eiginleikar Jesú Krists: Langlyndi og þolinmæði

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Ljósmynd
Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

Oft er þolinmæði talin eiginleiki hæglætis og hlutleysis en Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, sagði: „Þolinmæði er hvorki hlutlaus afsögn né aðgerðarleysi vegna ótta. Þolinmæði er að sýna biðlund og þrautseigju. Hún er að gefa ekki eitthvað upp á bátinn, … jafnvel þótt ekki örli á því að hjartans þrár okkar uppfyllist. Þolinmæði er ekki bara að standast, heldur að standast vel!

Í fortilveru okkar gerði himneskur faðir áætlun fyrir okkur – andabörn sín – og við hrópuðum af gleði yfir því að fá að koma til jarðar (sjá Job 38:7). Þegar við veljum að beygja okkur undir vilja hans í jarðlífi okkar, mun hann gera okkur að „verkfæri í höndum [sínum], til hjálpræðis margri sál“ (Alma 17:11).

Uchtdorf forseti sagði líka: „Þolinmæði er að sætta sig við hið óbreytanlega og takast á við það af hugrekki, sæmd og trú. Við gerum það með því að vera ‚[reiðubúnar] að axla allt, sem Drottni þóknast á [okkur] að leggja, á sama hátt og barn, sem beygir sig fyrir föður sínum‘ [Mósía 3:19]. Þolinmæði er í raun að vera ‚fastur fyrir og stöðugur og óhagganlegur við að halda boðorð Drottins,‘ [1 Ne 2:10] hverja stund dagsins, jafnvel þótt erfitt sé að gera það.“1

Viðbótarritningagreinar

Sálm 40:1; Gal 5:22–23; 2 Pét 1:6; Alma 17:11

Úr ritningunum

Ritningin segir að í jarðlífinu beri okkur að „[vera þolinmóðar] í þeim mörgu þrengingum, sem [við munum] þola.“ Guð gefur okkur þá þetta hughreystandi loforð: „Umber þær, því að tak eftir, ég er með þér allt til æviloka þinna.“ (K&S 24:8).

Eftirfarandi saga í Biblíunni er dæmi um þolinmæði og trú:

„Kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár … snart fald klæða [Krists], og jafnskjótt stöðvaðist blóðlát hennar.

En Jesús sagði: ‚Einhver snart mig, því að ég fann, að kraftur fór út frá mér.‘

En er konan sá, að hún fékk eigi dulist, kom hún skjálfandi, féll til fóta honum og skýrði frá því í áheyrn alls lýðsins, hvers vegna hún snart hann, og hvernig hún hafði jafnskjótt læknast.

Hann sagði þá við hana: ‚Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði‘ (Lúk 8:43–48).

Við getum fundið blessun og hughreystingu, líkt og hún gerði, þegar við komum til Jesú Krists – hvers friðþæging megnar að lækna okkur.

Heimildir

  1. Dieter F. Uchtdorf, „Continue in Patience,“ Liahona, maí 2010, 57, 59.

Til hugleiðingar

Hvernig var konunni í Lúkas 8 umbunað fyrir trú sína á Jesú Krist og að hafa sýnt þolinmæði öll þessi ár?

Prenta