2015
Guðlegir einginleikar Jesú Krists – hógværð og auðmýkt
ágúst 2015


Boðskapur heimsóknarkennara, ágúst 2015

Guðlegir eiginleikar Jesú Krists: Hógværð og auðmýkt

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Trú, fjölskylda, líkn

Jesú sagði: „En eigi sé yður svo farið, heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri, sem situr til borðs, eða hinn, sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn“ (Lúk 22:26–27).

„Frelsarinn er æðsta fordæmi okkar um kraft auðmýktar og undirgefni. Þegar allt kemur til alls, þá gerði hann mikilvægasta atburð sögunnar að veruleika með því að beygja sig undir vilja föðurins. Kannski eru einhver helgustu orð ritninganna einfaldlega: ‚Verði þó ekki minn heldur þinn vilji,‘ (Lúk 22:42).“1

Við keppum ávallt að því að líkjast Jesú Kristi sem lærisveinar hans. „Hógværð er nauðsynleg til að við getum orðið líkari Kristi,“ sagði öldungur Ulisses Soares, af hinum Sjötíu. Án hennar munum við ekki geta þroskað með okkur aðrar mikilvægar dyggðir. Að vera hógvær er ekki veikleikamerki, en það þýðir að sýna góðvild og gæsku, styrk, hugarró, heilbrigt sjálfsöryggi og sjálfsstjórn.“2 Þegar við keppum að því að þroska með okkur þennan eiginleika, munum við komast að því að „þegar við beygjum okkur auðmjúk undir vilja föðurins, munum við hljóta kraft Guðs – kraft auðmýktar. Í henni felst kraftur til að takast á við andstreymi lífsins, njóta friðar og vonar og finna hjartað svella af vitnisburði og elsku til frelsarans Jesú Krists.“3

Viðbótarritningagreinar

Matt 26:39; Jóh 5:30; Mósíah 3:19;Hel 3:35

Úr ritningunum

Ein ljúfasta og áhrifaríkasta stundin í þjónustutíð Krists var þegar hann laugaði fætur lærisveina sinna. „Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig“ (Jóh 13:4–5).

Þegar frelsarinn framkvæmdi þessa helgu athöfn, er líklegt að lærisveinar hans hafi fundist yfirþyrmandi að Drottinn þeirra og meistari krypi frammi fyrir þeim og veitti þeim slíka bljúga þjónustu. Jesús útskýrði síðan þá lexíu sem hann vildi að þeir og við lærðum.

„Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur.

Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður“ (Jóh 13:14–15).

Heimildir

  1. Richard C. Edgley, „The Empowerment of Humility,“ Liahona, nóv. 2003, 99.

  2. Ulisses Soares, „Be Meek and Lowly of Heart,“ Liahona, nóv. 2013, 9.

  3. Richard C. Edgley, „The Empowerment of Humility,“ 99.

Til hugleiðingar

Hvernig getur auðmýkt okkar gert okkur kleift að elska líkt og frelsarinn gerði?

Prenta