Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, ágúst 2015
Verum ljós
Ég hef notið þeirra forréttinda að sækja marga menningarviðburði, sem haldnir hafa verið í tengslum við musterisvígslur. Ég hef notið þeirra allra og einnig þess síðasta nú í nóvember, sem ég sótti í Phoenix, Arisóna, Bandaríkjunum.
Það æskufólk Síðari daga heilagra sem tekur þátt í menningarviðburðum er með dásamlegar og minnistæðar sýningar. Á síðasta ári í Phoenix, rétt áður en hátíðahöldin hófust, sagði ég við þátttakendur: „Þið eruð börn ljóssins.“
Ég vil að allt æskufólk kirkjunnar viti að þau eru börn ljóssins. Sem slík, þá er ábyrgð þeirra að vera „eins og ljós í heiminum“ (Fil 2:15). Þeim ber skylda til að miðla sannleika fagnaðarerindisins. Þau hafa köllun til að vera musteris-leiðarljós, sem endurspeglar ljósi fagnaðarerindisins í stöðugt myrkari heimi. Þeim ber skylda til að viðhalda ljósi sínu og láta það skína skært.
Til að geta verið „fyrirmynd trúaðra“ (1 Tím 4:12), verðum við sjálf að trúa. Við verðum að þróa nauðsynlega trú til að standast andlega og miðla öðrum ljósi. Við verðum að rækta vitnisburð okkar, uns hann verður lífsins akkeri.
Meðal þess áhrifaríkasta sem við gerum til að þróa og iðka þá trú sem við þurfum nú, er að lesa og læra ritningarnar og biðjast fyrir oft og stöðugt. Við æskufólkið segi ég: Ef þið hafið ekki þegar gert það, takið þá nú þegar að venja ykkur á að læra ritningarnar og biðjast fyrir daglega. Komi þetta tvennt ekki til, geta ytri áhrif og stundum óvægur raunveruleiki lífsins dregið úr ljósi ykkar eða jafnvel slökkt það algjörlega.
Unglingsárin eru ekki auðveld. Þau eru tilvalin ár þar sem Satan freistar ykkar og reynir allt hvað hann getur til að lokka ykkur af þeim vegi sem leiðir ykkur aftur til ykkar himnesku heimkynna. Þegar þið hins vegar lesið og biðjið og þjónið og hlýðið, munuð þið fara að þekkja betur „ljósið, sem skín í myrkrinu“ (K&S 6:21), fyrirmynd og styrk okkar – já, Drottin Jesú Krist. Hann er ljósið sem við þurfum að halda á lofti til að hrekja burtu vaxandi myrkri (sjá 3 Ne 18:24).
Með máttugan vitnisburð um frelsarann og hið endurreista fagnaðarerindi hans, mun ykkur gefast ótakmörkuð tækifæri til að láta ljós ykkar skína. Þau umlykja ykkur dag hvern, í hvaða aðstæðum sem þið kunnið að vera. Þegar þið fylgið fordæmi frelsarans, mun ykkur gefast kostur á að vera ljós fyrir þá sem umhverfis eru – hvort sem þeir tilheyra ykkar eigin fjölskyldu, eru bekkjarfélagar, samstarfsfólk, aðeins kunningjar eða hreinlega ókunnugir.
Þegar þið eruð heiminum ljós, mun fólk umhverfis skynja sérstakan anda sem laðar það að ykkur og vekur löngun til að fylgja fordæmi ykkar.
Ég brýni fyrir foreldrum og leiðtogum æskufólksins að hjálpa þeim að standa staðföst fyrir sannleika og réttlæti. Hjálpið þeim að ljúka upp á gátt hliði lærdóms, skilnings og þjónustu í ríki Guðs. Eflið þeim þrótt til að standast freistingar þessa heims. Innrætið þeim þrá til að ganga í dyggð og trú, vera bænheit og líta til himins eftir stöðugri stefnu.
Æskufólkinu vil ég segja að himneskur faðir elskar ykkur. Megið þið líka skynja þá elsku sem kirkjuleiðtogar bera til ykkar. Megið þið ávallt hafa þrá til að þjóna himneskum föður og syni hans. Megið þið ávallt lifa eftir sannleikanum og vera ljós á meðal barna Guðs.
© 2015 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/15. Þýðing samþykkt: 6/15. Þýðing á First Presidency Message, August 2015. Icelandic. 12588 190