Boðskapur heimsóknarkennara, september 2015
Guðlegir eiginleikar Jesú Krists: Máttugur og fullur dýrðar
Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á guðlegum eiginleikum frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.
Ritningarnar kenna að Jesús Kristur „fékk allt vald, bæði á himni og á jörðu, og dýrð föðurins var með honum, því að hann bjó í honum“ (K&S 93:17). Öldungur M. Russell Ballard í Tólfpostulasveitinni, sagði að með þessu valdi hafi frelsari okkar skapað himnanna og jörðina, gert kraftaverk og þolað þjáningarnar í Getsemane og á Golgata.1 Þegar við tökum að skilja þetta, mun trú okkar á Krist eflast og við verðum sterkari.
Þegar við gerum og höldum sáttmála musterisins, mun Drottinn blessa okkur með krafti sínum. Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins, sagði: „Sáttmálshollusta styrkir okkur, gæðir okkur krafti og verndar okkur. … Nýlega hitti ég kæra vinkonu. Hún vitnaði um að þegar hún hafði hlotið musterisgjöf sína, hefði hún verið styrkt með krafti til að standast freistingar.“2
Nefí ber vitni um kraft sáttmálans: „Ég, Nefí, sá vald Guðslambsins. Það féll yfir hina heilögu í kirkju lambsins og yfir sáttmálsþjóð Drottins, sem dreifð var um allt yfirborð jarðar. Og þeir voru vopnaðir réttlæti og krafti Guðs í mikilli dýrð.“
Viðbótarritningagreinar
Úr ritningunum
Jesús Kristur fylltist mikilli samúð með Mörtu og Maríu og reisti Lasarus upp frá dauðum með því valdi sem hann hafði frá Guði.
Jesús kom að heimili Mörtu og Maríu eftir að Lasarus hafði verið fjóra daga í gröfinni. Þau fóru að gröf Lasarusar og Jesús bauð að steinninn fyrir grafarmunanum yrði fjarlægður. Jesús sagði við Mörtu: „Sagði ég þér ekki: Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð Guðs?“ Hann baðst síðan fyrir til Guðs, föðurins og „[mælti] … hárri röddu: ‚Lasarus, kom út!‘
Hinn dáni kom út vafinn líkblæjum á fótum og höndum og með sveitadúk bundinn um andlitið.“ (Sjá Jóh 11:1-45.) Frelsarinn notar mátt sinn til að frelsa okkur og gæða okkur krafti. Trú okkar á hann mun eflast, þegar við minnumst þess að hann hefur allan mátt og alla dýrð.
© 2015 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/15. Þýðing samþykkt: 6/15. Þýðing á Visiting Teaching Message, September 2015. Icelandic. 12589 190