2015
Þróun bænar
september 2015


Æskufólk

Þróun bænar

Eyring forseti kennir að fjölskylda ykkar geti hlotið blessun af ykkar sterka sambandi við himneskan föður. Þið getið bætt samband ykkar við hann með því gera bænir ykkar innihaldsríkari! Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það:

Gefið ykkur nokkrar mínútur til að hugleiða það sem þið viljið segja, áður en þið biðjist fyrir. Hugleiðið spurningar sem þið gætuð haft og hafa angrað ykkur – þið getið jafnvel skrifað þær niður, svo þær gleymist ekki. Notið þennan tíma líka til að tæma hugann af erli dagsins, svo þið náið að einbeita ykkur að ljúfum innblæstri heilags anda. Ef hugurinn fer á reik meðan þið biðjið, reynið þá að sjá fyrir ykkur himneskan föður vera að hlusta. Talið skilmerkilega. Gefið ykkur líka örfáar mínútur í lok bænar, til að hlusta á innblástur andans. Þið getið skrifað innblásturinn í dagbókina ykkar.

Hafið í huga að bænin er ákveðið framlag, svo látið það ekki angra ykkur, þótt hún krefjist þjálfunar eða virðist erfið! Viðleitni ykkar til að biðjast fyrir gerir ykkur kleift að efla samband ykkar við Guð, sem getur blessað kynslóðir.