2015
Guðlegir eiginleikar Jesú Krists: Samúð og gæska
desember 2015


Boðskapur heimsóknarkennara, desember 2015

Guðlegir eiginleikar Jesú Krists: Samúð og gæska

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á guðlegum eiginleikum frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

„Í ritningunum táknar samúð beinlínis ‚að þjást með‘.“ Merking hennar er líka að sýna öðrum hluttekningu, vorkunnsemi og miskunn.“1

„Jesús sýndi okkur mörg dæmi um samúð og umhyggju,“ sagði Thomas S. Monson forseti. Má þar nefna sjúka manninn við Betesdalaugina; konuna sem staðin var að hórdómi; konuna við Jakobsbrunninn; dóttur Jaírusar; Lasarus, bróður Maríu og Mörtu – öll voru þau dæmi um hinn særða á veginum til Jeríkó. Öll þörfnuðust þau hjálpar.

„Við hinn sjúka við Betesdalaugina, sagði Jesús: ‚Statt upp, tak rekkju þína og gakk!‘ Syndugu konunni veitti hann þessa leiðsögn: ‚Far þú. Syndga ekki framar.‘ Henni til hjálpar, sem kom til að ná í vatnið, veitti hann uppsprettu vatns sem ‚streymir fram til eilífs lífs‘. Hinni látnu dóttur Jaírusar bauð hann: ‚Stúlka litla, ég segi þér, rís upp!‘ Hinum grafna Lasarusi bauð hann: ‚Kom út!‘

Frelsarinn hefur ávallt sýnt ótakmarkaða umhyggju. Ljúkum upp hjörtum okkar, svo að hann – hið lifandi dæmi um einlæga samúð – geti haft áhrif á það.“2

Viðbótarritningagreinar

Sálm 145:8; Sak 7:9; 1 Pét 3:8; Mósía 15:1, 9; 3 Ne 17:5–7

Úr ritningunum

„ Ég og eiginmaður minn krupum við hlið 17 ára dóttur okkar og sárbáðum um að lífi hennar yrði þyrmt,“ sagði Linda S. Reeves, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins. „Svarið var nei, en … Við höfum lært … að … [frelsarinn] hefur samúð með okkur í sorg okkar.“3

„Ein af mínum uppáhalds sögum úr lífi frelsarans er sagan um Lasarus. Ritningarnar segja okkur: ‚Jesús elskaði Mörtu, … systur hennar [Maríu] og Lasarus [bróður þeirra].‘“4 Þegar Lasarus veiktist, voru skilaboð send til Jesú, en er hann kom á staðinn var Lasarus þegar dáinn. María hljóp til Jesú, féll að fótum hans og grét. Þegar Jesús sá Maríu gráta, „komst hann við í anda og … grét“ (Jóh 11:33, 35).

„Þetta er okkar ábyrgð. Við þurfum sjálf að skynja og sjá og síðan að hjálpa öllum börnum himnesks föður að skynja og sjá og vita að frelsarinn hefur ekki aðeins tekið á sig allar okkar syndir, heldur líka sársauka okkar, þjáningar og raunir, svo að hann þekki líðan okkar og fái liðsinnt okkur.“5

Heimildir

  1. Leiðarvísir að ritningunum, „Samúð.“

  2. Thomas S. Monson, „The Gift of Compassion,“ Liahona, mars 2007, 4–5, 8.

  3. Linda S. Reeves, „The Lord Has Not Forgotten You,“ Liahona, nóv. 2012, 120.

  4. Linda S. Reeves, „The Lord Has Not Forgotten You,“ 118.

  5. Linda S. Reeves, „The Lord Has Not Forgotten You,“ 120.

Til hugleiðingar

Hver gæti notið blessunar af samúð þinni?