æskufólk
Gjörðir sem leiða til hamingju
Eyring forseti kennir að „sú hamingja sem við óskum ástvinum okkar, er háð vali þeirra.“
Þið getið lesið um afleiðingar sem geta hlotist af ákvörðunum af frásögnum um Nefí, Laman og Lemúel. Laman og Lemúel mögluðu og vildu ekki halda boðorðin (sjá 1 Ne 2:12). Af því leiddi að þeir sjálfir og afkomendur þeirra urðu fordæmdir og útilokuðust úr návist Drottins (sjá 2 Ne 5:20–24). Nefí valdi að halda boðorðin (sjá 1 Ne 3:7) og af því leiddi að hann og fólk hans „[lifði] eftir leiðum hamingjunnar“ (2 Ne 5:27).
Við getum valið að vera réttlát og hamingjusöm. Fólk umhverfis ykkur mun að öllum líkindum halda áfram að taka slæmar ákvarðanir, sem leiða til eymdar eða óþæginda. Þó það verði sjálft að taka ákvarðanir fyrir sig, þá getur fordæmi ykkar haft varanleg áhrif á það. Hvernig getur val ykkar gert aðra hamingjusama? Ræðið við fjölskyldu ykkar um hinar ýmsu leiðir til að hafa jákvæð áhrif á fólk umhverfis ykkur, til að stuðla að hamingju þess.