Boðskapur heimsóknarkennara, janúar 2016
Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins
Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda, og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur kenningin um fjölskylduna blessað þá sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.
Á aðalfundi Líknarfélagsins árið 1995, þegar Gordon B. Hinckley forseti (1910–2008) las fyrst skjalið „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ sagði Bonnie L. Oscarson, aðalforseti Stúlknafélagsins: „Við vorum þakklátar fyrir hinn skýra og skorinorða sannleika þessa opinberaða skjals. … Yfirlýsingin um fjölskylduna er orðið okkar viðmið til að greina speki heimsins og ég ber vitni um að reglur hennar … eru jafn sannar í dag og þegar þær voru settar fram af spámanni Guðs fyrir um 20 árum.“1
Carole M. Stephens, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, sagði: „Í Yfirlýsingunni um fjölskylduna lærum við að í ‚fortilverunni þekktu og tilbáðu andasynir og dætur Guðs hann sem eilífan föður‘2 …
… Við tilheyrum öll fjölskyldu Guðs og okkar er þörf þar.“3
Við lifum á tíma þar sem foreldrum er nauðsyn að vernda heimili sín og fjölskyldu. „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ getur vísað veginn.
Viðbótarritningagreinar
Raunverulegir atburðir
„Lee Mei Chen Ho í Þriðju deild Tao Yuan, Tao Yuan stikunnar, sagði að yfirlýsingin hefði kennt henni að samband fjölskyldunnar stuðli að þróun guðlegra eiginleika, svo sem trú, þolinmæði og kærleika. ‚Þegar ég reyni að bæta mig í samræmi við yfirlýsinguna, þá upplifi ég sanna hamingju,‘ sagði hún.“4
Barbara Thompson, sem var viðstödd þegar yfirlýsingin var upphaflega lesin og varð síðar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, sagði: „Þeirri hugsun skaut andartak niður að þetta [fjölskylduyfirlýsingin]ætti nú ekki alls kostar við mig þar sem ég væri barnlaus og ógift. En næstum jafn skjótt hugsaði ég: ‚Hún á við mig. Ég tilheyri fjölskyldu. Ég er dóttir, systir, frænka og barnabarn. … Jafnvel þótt ég væri aðeins ein eftirlifandi af fjölskyldu minni, þá tilheyrði ég samt fjölskyldu Guðs.‘“5
© 2016 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/15. Þýðing samþykkt: 6/15. Þýðing á Visiting Teaching Message, January 2016. Icelandic. 12861 190