Boðskapur heimsóknarkennara, júlí 2016
Möguleikar okkar á að verða foreldrar
Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ aukið trú ykkar á Guð og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.
„Nauðsynlegt var að andabörn Guðs fæddust í jarðlífið og ættu kost á að þróast í átt að eilífu lífi,“ kenndi öldungur Dallin H. Oaks, í Tólfpostulasveitinni. „Í ljósi lokatakmarks hinnar miklu sæluáætlunar, þá trúi ég að börnin okkar og afkomendur séu mesti fjársjóður á jörðu og himni.“1
Öldungur Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveitinni, sagði:
„Við trúum á gildi fjölskyldna og barna. …
„‚… Guð sagði við [Adam og Evu]: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina‘ [1 Mós 1:28]. …
Þetta boðorð hefur ekki verið afnumið eða fallið í gleymsku í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.“2
Þótt við verðum ekki öll foreldrar í þessu lífi, þá getum við alið önn fyrir börnum á öllum aldri. Við njótum þeirra blessana að tilheyra fjölskyldu himnesks föður og upplifum gleði og áskoranir þess að tilheyra jarðneskri fjölskyldu. Margir bíða þess að uppfylla foreldrahlutverkið í komandi eilífðum.
Viðbótarritningagreinar
Raunverulegir atburðir
„Margar raddir í heimi okkar tíma rýra gildi þess að hjón eignist börn eða tala máli þess að barneignum verði frestað eða þær takmarkaðar,“ sagði öldungur Andersen. „Dætur mínar bentu mér nýlega á blogg kristinnar fimm barna móður (ekki okkar trúar). Hún skrifaði: ‚Það er erfitt að tileinka sér hið biblíulega viðhorf móðurhlutverksins, alist maður upp í menningu okkar tíma. … Börnin eru sett skör talsvert lægra en háskólagangan. Vissulega skör lægra en heimsferðalögin. Skör lægra en að geta farið óheft út á kvöldin. Skör lægra en líkamsræktin. Skör lægra en hverskyns atvinna sem fólk hlýtur eða sækist eftir. Hún sagði síðan: Að vera móðir er ekki áhugamál, heldur köllun. Við söfnum ekki börnum vegna þess að okkur finnist þau krúttlegri en frímerki. Þau eru ekki eitthvað sem við sinnum ef tími leyfir. Þau eru ástæða þess að Guð gaf okkur tíma.‘“3
© 2016 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/16. Þýðing samþykkt: 6/16. Þýðing á Visiting Teaching Message, July 2016. Icelandic. 12867 190