2016
Hlúa saman að fjölskyldunni
ágúst 2016


Boðskapur heimsóknarkennara, ágúst 2016

Hlúa saman að fjölskyldunni

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ aukið trú ykkar á Guð og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Trú, fjölskylda, líkn

„Eiginmaður og eiginkona bera þá helgu ábyrgð að elska og annast hvort annað og börn sín.“1 „Heimilið ætti að vera miðstöð Guðs fyrir kærleika og þjónustu,“ sagði Russell M. Nelson, forseti Tólfpostulasveitarinnar.

„Himneskur faðir vill að eiginmenn og eiginkonur sýni hvort öðru tryggð og virði og meti börn sín sem gjöf frá Drottni.“2

Í Mormónsbók sagði Jakob að sú ást sem eiginmenn sýndu eiginkonum sínum, og sú ást sem þau bæru til barna sinna, væri ein af þeim ástæðum að Lamanítar hefðu um tíma verið réttlátari en Nefítarnir (sjá Jak 3:7).

Ein besta leiðin til að stuðla að ást og einingu á heimilum okkar, er með því að ræða ástúðlega við fjölskyldu okkar. Ástúðleg umræða laðar að heilagan anda. Systir Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins, bauð okkur að hugleiða þetta: „Hversu oft ‚mælum við ástúðleg orð við hvert annað‘ af ásetningi?“3

Viðbótarritningagreinar

Róm 12:10; Mósía 4:15; Kenning og sáttmálar 25:5

Raunverulegir atburðir

Öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni, sagði frá atviki frá æskuárum sínum, sem fékk hann til þess að hugsa um mikilvægi ástúðar í fjölskyldu. Þegar hann og bræður hans voru drengir, var móðir þeirra skorin upp vegna krabbameins, sem varð til þess að það varð henni afar sársaukafullt að beita hægri hendinni. Strauja þurfti heilmikinn þvott af drengjunum og móðir þeirra tók sér oft hlé við þá iðju, fór inn í svefnherbergið og grét þar til sársaukinn rénaði.

Þegar faðir öldungs Christofferson varð þetta ljóst, fór hann til vinnu án hádegisverðar í næstum ár, svo lítið bar á, til að geta lagt fyrir nægilegt fé til að kaupa strauvél til að létta henni verkið. Þetta kærleiksverk hans fyrir eiginkonu hans, varð drengjunum til fyrirmyndar um að hlúa að eigin fjölskyldu. Öldungur Christofferson sagði um þessi ljúfu samskipti: Ég vissi ekki um fórn föður míns og kærleiksverk hans í þágu móður minnar á þeim tíma, en nú, þegar mér er hún ljós, þá segi ég með sjálfum mér: ‚Hann var karlmenni.‘“4

Heimildir

  1. „The Family: A Proclamation to the World,“ Liahona, nóv. 2010, 129.

  2. Russell M. Nelson, „Salvation and Exaltation,“ Liahona, maí 2008, 8.

  3. Linda K. Burton, „We’ll Ascend Together,“ Liahona, maí 2015, 31.

  4. D. Todd Christofferson, „Let Us Be Men,“ Liahona, nóv. 2006, 46.

Til hugleiðingar

Hvernig geta elska og ástúð aukið áhrif andans á heimilum okkar?

Prenta