2016
Eldur og lexía um hlýðni
október 2016


Æskufólk

Eldur og lexía um hlýðni

Thomas S. Monson forseti sagði eitt sinn frá því þegar hann lærði mikilvægi þess að hlýða. Þegar hann var átta ára fór fjölskylda hans í fjallakofa sem hún átti. Hann og félagi hans hugðust rýma grasivaxinn blett til að búa til eldstæði. Þeir reyndu að reita grasið með höndum og rykktu og toguðu af öllum kröftum, en náðu aðeins handfylli af illgresi. Monson forseti sagði: „Þá spratt upp í minn átta ára huga nokkuð sem mér fannst fullkomin hugmynd. Ég sagði við Danny: ‚Við þurfum bara að bera eld að illgresinu. Við brennum bara illgresið og myndum þannig hring!‘“

Þótt honum væri ljóst að hann mætti ekki nota eldspýtur, þá hljóp hann upp að kofanum, náði í þær og hann og Danny kveiktu lítinn eld á grasblettinum. Þeir væntu þess að eldurinn slökknaði af sjálfu sér en þess í stað varð hann að miklu og hættulegu báli. Hann og Danny hlupu eftir hjálp og hinir fullorðnu komu þegar í stað til að slökkva eldinn, áður en hann náði til trjánna.

Monson forseti sagði síðan: „Danny og ég lærðum nokkrar erfiðar en mikilvægar lexíur dag þennan – ekki hvað síst mikilvægi þess að hlýða.“ (Sjá „Obedience Brings Blessings,“ Liahona, maí 2013, 89–90.)

Hafið þið, líkt og Monson forseti, einhvern tíma þurft að læra erfiða lexíu um hlýðni? Hvaða markmið getið þið sett til að tryggja öryggi ykkar í framtíðinni með því að hlýða?

Prenta