2017
Dauði vinkonu
July 2017


Æskufólk

Dauði vinkonu

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.

Á fyrsta ári mínu í efri grunnskóla fékk vinkona mín heilablóðfall og lést næsta dag. Þótt ég væri meðlimur kirkjunnar, olli þetta mér erfiðleikum. Alla ævi hafði mér verið kennt að ég gæti snúið mér til himnesks föður og frelsarans með hvað sem væri, en ég hafði aldrei áður upplifað eitthvað álíka þessu.

Ég grét tímunum saman og leitaði einhvers – hvers sem var – sem gæti veitt mér frið. Kvöldið eftir að vinkona mín dó, tók ég Sálmabókina í hönd. Þegar ég fletti blaðsíðunum, þá koma ég að sálminum „Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt,“ (Sálm, nr. 53). Þriðja versið hafði einkum áhrif á mig:

Ó, ver hjá mér, halt vörð í nótt,

ég veikur og einn er.

Þín huggun virðist hulin mér,

ég hryggur leita’ að þér.

Ég sekur er, ó, send mér þrótt

og seg mér verði rótt.

Ó, frelsari minn fylg þú mér,

ég fel mig einum þér.

Þetta vers fyllti mig miklum friði. Mér var þarna ljóst að frelsarinn gat dvalið hjá mér þessa nótt og vissi nákvæmlega hvernig mér leið. Ég veit að kærleikurinn sem ég upplifði af þessum sálmi, blessaði mig ekki aðeins þessa nótt, heldur líka í mörgum öðrum raunum sem ég hef gengið í gegnum.

Prenta