2017
Að þeir megi verða eitt
July 2017


Boðskapur heimsóknarkennara, júlí 2017

Að þeir megi verða eitt

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á tilgangi Líknarfélagsins búið dætur Guðs undir blessanir eilífs lífs?

Ljósmynd
Relief Society seal

Trú, fjölskylda, líkn

„Jesús var í fullkomnum samhljóm við föðurinn með því að beygja bæði hold og anda undir vilja föðurins,“ kenndi öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni.

„… Vissulega verðum við ekki eitt með Guði og Kristi nema dýpsta þrá okkar verði að gera þeirra vilja að okkar. Slík undirgefni verður ekki að veruleika á einum degi, heldur mun Drottinn kenna okkur það með heilögum anda, ef við erum fús til þess, þar til að því kemur að réttilega megi segja að hann sé í okkur, líkt og faðirinn er í honum.“1

Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins, sagði frá því hvernig keppa má að slíkri einingu: „Að gera og halda sáttmála okkar, ber vott um skuldbindingu okkar um að líkjast frelsaranum. Hinu fullkomna viðhorfi er best lýst í nokkrum setningum í ástkærum sálmi: ‚Ég fer hvert sem vilt að ég fari. … Mitt tal það skal vera sem vilt. Og verk mín þér stjórnast af.‘“2

Öldungur Christofferson áminnti okkur: „Þegar við reynum dag fyrir dag og viku fyrir viku að feta veg Krists, nær andi okkar smám saman yfirhöndinni, baráttunni hið innra tekur að linna og freistingar hætta að angra okkur.“3

Neill F. Marriott, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Stúlknafélagsins, bar vitni um blessanir þess að keppa að því að laga vilja okkar að vilja Guðs: „Ég hef spornað gegn þeirri mannlegu þrá að fara eigin leiðir, og hef síðan komist að því að mín viska er afar takmörkuð og ófullnægjandi og kemst ekki í hálfkvist við visku Jesú Krists. ‚[Í himneskum föður] finnum við hamingju í þessu lífi og eilíft líf í því næsta.‘“4 Við skulum í auðmýkt reyna að verða eitt með himneskum föður og syni hans, Jesú Kristi.

Fleiri ritningargreinar og upplýsingar

Jóh 17:20–21; Efe 4:13; Kenning og sáttmálar 38:27; reliefsociety.lds.org

Heimildir

  1. D. Todd Christofferson, „That They May Be One in Us,“ Liahona, nóv. 2002, 72, 73.

  2. Linda K. Burton, „The Power, Joy, and Love of Covenant Keeping,“ Liahona, nóv. 2013, 111.

  3. D. Todd Christofferson, „That They May Be One in Us,“ 71.

  4. Neill F. Marriott, „Yielding Our Hearts to God,“ Liahona, nóv. 2015, 32.

Prenta