Reglur heimsóknarkennslu, mars 2018
Biðja fyrir hverri systur með nafni
Elska okkar til þeirra sem við heimsóknarkennum og innblástur okkar varðandi þær, mun aukast er við biðjum af auðmýkt sérstaklega fyrir hverri systur með nafni.
Í ritningunum eru mörg dæmi um karla og konur sem báðu fyrir öðrum með nafni. Faðir Alma yngri er meðal þeirra áhrifamestu. Engill talaði til Alma yngri og sagði honum að faðir hans „[hefði] beðið í sterkri trú fyrir [honum]. … Þess vegna og í þeim tilgangi hef ég komið til að sannfæra þig um kraft og vald Guðs, svo að þjónar hans verði bænheyrðir í samræmi við trú þeirra“ (Mósía 27:14).
Að biðja fyrir hvert öðru, lýkur upp hjörtum okkar til að taka á móti þeim blessunum sem Drottinn þráir að veita okkur. „Tilgangur bænar er ekki að breyta vilja Guðs, heldur að tryggja okkur og öðrum þær blessanir sem hann er þegar fús til að veita og sem við þurfum að biðja um til að öðlast.“1
Systir nokkur minntist þess að á erfiðum tíma í lífi hennar, þá hefði hún oft hlotið textaboð eða símhringingu frá heimsóknarkennurum sínum á „einkar dimmum dögum.“ Þær virtust vita nákvæmlega hvenær hún þarfnaðist uppörvunar. Hún vissi að þær báðu fyrir henni, bæði í heimsóknum sínum og líka sjálfar.
„Hugsið ykkur sameiginlegan styrk okkar, ef hver systir bæðist fyrir af einlægni kvölds og morgna eða, það sem enn betra væri, linnulaust, eins og Drottinn hefur boðið, sagði Julie B. Beck, fyrrverandi aðalforseti Líknarfélagsins.2 Ef við biðjum fyrir þeim sem við heimsóknarkennum, mun það styrkja okkur sjálfar og sem Síðari daga heilagar konur.
Henry B. Eyring forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, sagði: „Biðjið fyrir þeim svo þið fáið þekkt hjörtu þeirra. … Þið þurfið að vita hvað Guð myndi vilja að þið gerðuð til að hjálpa þeim og framkvæma það eins vel og þið gætuð í kærleika Guðs til þeirra.“3
© 2018 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/17. Þýðing samþykkt: 6/17. Þýðing á Visiting Teaching Message, March 2018. Icelandic. 15049 190