2018
Hið rétta nafn kirkjunnar
Nóvember 2018


Hið rétta nafn kirkjunnar

Jesús Kristur bauð okkur að nefna kirkjuna sínu nafni, af því að þetta er hans kirkja, fyllt hans krafti.

Kæru bræður og systur, megum við gleðjast saman á þessum fallega hvíldardegi yfir okkar mörgu blessunum frá Drottni. Við erum þakklát fyrir vitnisburði ykkar um hina endurreistu kirkju Jesú Krists, fyrir fórnir ykkar til að vera á sáttmálsveginum eða koma inn á hann aftur og trygga þjónustu ykkar í kirkju hans.

Í dag finn ég mig knúinn til að ræða við ykkur um afar mikilvægt efni. Fyrir nokkrum vikum gaf ég út yfirlýsingu um hvernig nota bæri nafn kirkjunnar.1 Ég gerði það af því að Drottinn hafði vakið upp í hug minn mikilvægi þess nafns sem hann hefur opinberað fyrir kirkjuna sína, já, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.2

Eins og við er að búast, hafa viðbrögðin verið blendin yfir yfirlýsingunni og notkunarstaðlinum.3 Margir meðlimir leiðréttu þegar í stað nafn kirkjunnar á bloggum sínum og samfélagssíðum. Aðrir veltu fyrir sér ástæðu þess að nauðsynlegt væri að leggja áherslu á eitthvað svo „ómerkilegt,“ er svo margt gengi á í heiminum. Enn aðrir sögðu þetta ekki vera hægt, svo af hverju að reyna? Ég ætla að útskýra ástæðu þess að þetta er okkur mikið áhyggjuefni. Ég ætla þó að undirstrika hvað þetta er ekki:

  • Þetta er ekki nafnbreyting.

  • Þetta er ekki auðkennisbreyting.

  • Þetta er ekki útlistbreyting.

  • Þetta er ekki duttlungar.

  • Þetta er ekki ómerkilegt.

Þetta er aftur á móti leiðrétting. Þetta er boð frá Drottni. Joseph Smith nefndi ekki hina endurreistu kirkju eftir sér; ekki heldur Mormón. Það var frelsarinn sjálfur sem sagði: „Því að svo mun kirkja mín nefnd á síðustu dögum, já, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.“4

Löngu áður, eða árið 34 e.Kr., gaf Drottinn meðlimum kirkju sinnar álíka fyrirmæli, er hann vitjaði þeirra í Ameríku. Á þeim tíma sagði hann:

„Þess vegna skuluð þér nefna kirkjuna mínu nafni. …

Því að ef kirkja nefnist nafni Móse, þá er hún kirkja Móse. Því að ef kirkja nefnist nafni Móse, þá er hún kirkja Móse. Eða ef hún nefnist nafni einhvers manns, þá er hún kirkja þess manns. En nefnist hún mínu nafni, þá er hún mín kirkja.“5

Nafn kirkjunnar er því ekki umsemjanlegt. Frelsaranum var alvara þegar hann lýsti skorinort yfir hvert nafn kirkju hans skildi vera og sagði jafnvel áður: „Því að svo mun kirkja mín nefnd.“ Ef við leyfum notkun og innleiðingu viðurnafna, og jafnvel auglýsum þau sjálf, er honum misboðið.

Hvað er merking nafns, eða í þessu tilviki, viðurnafns? Ef við skoðum viðurnöfn kirkjunnar, t.d. „Kirkja SDH,“ „Kirkja Mormóna,“ eða „Kirkja Síðari daga heilagra,“ er augljóst að þar vantar nafn frelsarans. Að fjarlægja nafn Drottins úr kirkju Drottins, er mikill sigur fyrir Satan. Þegar við höfnum nafni frelsarans, erum við að draga svolítið úr því sem Jesús Kristur gerði fyrir okkur – jafnvel friðþægingu hans.

Ígrundið þetta út frá hans sjónarmiði: Í fortilverunni var hann Jehóva, Guð Gamla testamentisins. Hann var, undir leiðsögn föður síns, skapari þessa heims og annarra heima.6 Hann kaus að beygja sig undir vilja föður síns og gera nokkuð fyrir öll börn Guðs sem engin annar gat gert! Hann laut svo lágt að koma til jarðar sem eingetinn sonur föðurins í holdinu, vera hrottalega smánaður, hæddur og hýddur. Í Getsemanegarðinum tók frelsari okkar á sig sjálfan allan sársauka, allarsyndir og allar þær sálarkvalir og þjáningar sem þú eða ég eða sérhver annar, sem lifað hefur eða mun lifa, hefur upplifað eða mun upplifa. Þessi þunga og kvalafulla byrði olli því að honum blæddi úr hverri svitaholu.7 Ofan á þessar þjáningar bættust svo þær sem hann þoldi er hann var grimmilega krossfestur á Golgata.

Fyrir tilstilli þessarar óbærilegu upplifunar og upprisu sinnar í kjölfarið – altækrar friðþægingar sinnar – gerði hann ódauðleika mögulegan fyrir alla og leysti sérhvert okkar úr ánauð syndar, að skilyrtri iðrun.

Eftir upprisu frelsarans og dauða postula hans, féll heimuinn í margra alda myrkur. Svo gerðist það árið 1820, að Guð faðirinn og sonur hans, Jesús Kristur, birtust spámanninum Joseph Smith, til að innleiða endurreisn kirkju Drottins.

Eftir allt sem hann hefur þolað – eftir allt sem hann hefur gert fyrir mannkyn – rann upp fyrir mér af mikilli hryggð að við höfum óafvitandi gengist við því að hin endurreista kirkja Drottins sé nefnd öðrum nöfnum, sem öll útiloka hið helga nafn Jesú Krists!

Sérhvern sunnudag, er við meðtökum sakramentið verðuglega, endurnýjum við okkar helga loforð við himneskan föður, um að vera fús til að taka á okkur nafn sonar hans, Jesú Krists.8 Við lofum að fylgja honum, iðrast, halda boðorð hans og að hafa hann ávallt í huga.

Þegar við fellum nafn hans út úr nafni kirkjunnar, erum við ómeðvitað að virða hann að vettugi sem þungamiðju lífs okkar.

Að taka nafn frelsarans á okkur, felur í sér yfirlýsingu og vitnisburð til fólks – með verkum okkar og orðum – um að Jesús er Kristur. Höfum við óttast svo mikið að misbjóða ekki einhverjum sem kallar okkur „mormóna“ að við höfum látið hjá líða að verja frelsarann sjálfan, að standa með honum, já, með því að halda á lofti því nafni sem hann nefnir kirkju sína?

Okkur, sem fólki og einstaklingum, sem er ætlað að hafa aðgang að mætti friðþægingar Jesú Krists – til að hreinsa og græða okkur, til að styrkja og efla okkur og til að upphefja okkur að lokum – verðum að viðurkenna hann algjörlega sem uppsprettu þessa máttar. Við getum byrjað á því að nefna kirkju hans því nafni sem hann gaf henni.

Kirkja Drottins er nú dulbúin stærstum hluta heimsins sem „kirkja mormóna“. Við, sem meðlimir kirkju Drottins, vitum þó hver er höfuð hennar: Jesús Kristur sjálfur. Því miður er það svo að margir sem heyra hugtakið Mormón telja að við tilbiðjum Mormón. Þannig er það ekki! Við heiðrum og virðum þann mikla ameríska spámann.9 Við erum þó ekki lærisveinar Mormóns. Við erum lærisveinar Drottins.

Á fyrri tíma hinnar endurreistu kirkju, voru hugtök eins og kirkja mormóna og mormónar10 oft notuð sem viðurnefni – sem meinyrði og uppnefni – í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að hönd Guðs endurreisti kirkju Jesú Krists á þessum síðari tímum.11

Bræður og systur, það eru mörg gild veraldleg rök fyrir því að endurheimta hið rétta nafn kirkjunnar. Gagnrýnendur segja, að vegna hins starfræna heims sem við búum í og hámörkunar leitarvéla, sem gera okkur kleift að finna upplýsingar næstum samstundis – og þar með talið upplýsingar um kirkju Drottins – að slík leiðrétting sé ekki skynsamleg á þessu stigi. Öðrum finnst að við ættum að hagnýta okkur það til hins ítrasta að vera almennt svo vel þekkt sem „mormónar“ og „kirkja mormóna“.

Ef þetta væri umræða um auðkenningu fyrirtækis stofnað af mönnum, gætu þessi rök orðið ofan á. Í þessu mikilvæga máli leitum við hins vegar til hans, hvers kirkja þetta er, og göngumst við því að vegir Drottins eru ekki og munu aldrei verða vegir mannsins. Ef við verðum þolinmóð og vöndum okkar hlut, mun Drottinn leiða okkur í gegnum þetta mikilvæga verkefni. Hvað sem öllu líður, þá vitum við að Drottinn hjálpar þeim sem reyna að breyta að vilja hans, á sama hátt og hann hjálpaði Nefí að fullvinna það verk að smíða skip til að sigla yfir hafið.12

Við viljum vera háttprúð og þolinmóð í því verki að leiðrétta þessa yfirsjón. Ábyrgir fjölmiðlar munu sýna hluttekningu og bregðast við beiðni okkar.

Á fyrri aðalráðstefnu greindi öldungur Benjamín De Hoyos frá slíku tilviki. Hann sagði:

„Fyrir nokkrum árum, er ég þjónaði í embætti almanna-tengsla kirkjunnar í Mexíkó, var [mér og félaga mínum] boðin þátttaka í umræðuþætti í útvarpi. … [Einn af þáttarstjórnendunum] spurði [okkur]: ,Af hverju hefur kirkjan svona langt nafn? …

Ég og félagi minn brostum að þessari frábæru spurningu og útskýrðum síðan að nafn kirkjunnar hefði ekki verið gefið af manni. Það var gefið af frelsaranum. … Þáttarstjórnandinn svaraði þá strax af virðingu: ,Við munum þá endurtaka það af mikilli gleði.‘“13

Þessi greinargerð sýnir forskrift. Við þurfum, einn af öðrum sem einstaklingar, að leiðrétta yfirsjón sem hefur grafið um sig í áraraðir.14 Aðrir í heiminum gætu eða gætu ekki farið að þeirri ósk okkar að nefna okkur réttu nafni. Það væru þó óheilindi af okkur að verða vonsvikin yfir því að stærsti hluti heimsins rangnefndi kirkjuna og meðlimi hennar, ef við gerðum það sama.

Hinn uppfærði notkunarstaðall okkar er gagnlegur. Þar segir að í fyrstu tilvísun sé æskilegt að nota fullt nafn kirkjunnar: ,Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.‘ Þegar þörf er á [annarri] styttri tilvísun, væri æskilegt að nota hugtökin ,kirkjan‘ eða ,kirkja Jesú Krists‘. Hin ,endurreista kirkja Jesú Krists‘ er líka rétt og ákjósanlegt.“15

Ef einhver spyr: „Ertu mormóni?“ gætuð þið svarað: „Ef þú spyrð hvort ég sé meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, er svarið, já, ég er það!“

Ef einhver spyr: „Ertu Síðari daga heilagur?“16 gætuð þið svarað: „Já, ég er það. Ég trúi á Jesú Krist og er meðlimur hans endurreistu kirkju.“

Kæru bræður mínir og systur, ég lofa ykkur, að ef þið gerið ykkar besta til að endurheimta hið rétta nafn kirkju Drottins, mun sá er kirkjan tilheyrir úthella yfir höfuð hinna Síðari daga heilögu krafti sínum og blessunum,17 aldrei sem áður. Við munum hafa þekkingu og kraft Guðs okkur til hjálpar við að færa öllum þjóðum, kynkvíslum, tungum og lýðum hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists og búa heiminn undir síðari komu Drottins.

Hvað felst þá í nafni? Þegar nafn kirkju Drottins á í hlut, er svarið: „Allt!“ Jesús Kristur bauð okkur að nefna kirkjuna sínu nafni, af því að þetta er hans kirkja, fyllt hans krafti.

Ég veit að Guð lifir. Jesús er Kristur. Hann leiðir kirkju sína í dag. Um þetta ber ég vitni, í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. „Drottinn hefur vakið upp í huga mínum mikilvægi þess nafns sem hann hefur opinberað fyrir kirkjuna sína, já, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Okkar bíður það verk að samræma okkur vilja hans. Á undanförnum vikum hafa hinir ýmsu kirkjuleiðtogar og deildir tekið nauðsynleg skref til að svo megi verða. Frekari upplýsingar um þetta mikilvæga málefni, verða gefnar út á næstu mánuðum“ (Russell M. Nelson, „The Name of the Church“ [opinber yfirlýsing, 16. ágúst 2018], mormonnewsroom.org).

  2. Fyrrverandi forsetar kirkjunnar hafa sett fram álíka beiðnir. George Albert Smith forseti sagði t.d.: „Bregðist ekki Drottni með því að nefna kirkjuna kirkju mormóna. Hann nefndi hana ekki kirkju mormóna“ (í Conference Report, apríl 1948, 160).

  3. Sjá „Style Guide—The Name of the Church,“ mormonnewsroom.org.

  4. Kenning og sáttmálar 115:4.

  5. 3 Ne 27:7-8

  6. Sjá HDP Móse 1:33.

  7. Sjá Kenning og sáttmálar 19:18.

  8. Sjá Moró 4:3; Kenning og sáttmálar 20:37, 77.

  9. Mormón var einn af fjórum megin riturum Mormónsbókar, ásamt Nefí, Jakob og Moróní. Allir voru sjónarvottar Drottins, líka hinn innblásni þýðandi hennar, spámaðurinn Joseph Smith.

  10. Jafnvel hugtakið momónítar var meðal þeirra sem notuð voru til háðungar (sjá History of the Church, 2:62–63, 126).

  11. Önnur viðurnefni virðast hafa verið notuð á tíma Nýja testamentisins. Í réttarhöldum Páls postula frammi fyrir Felix, var Páll sagður vera „forsprakki villuflokks Nasarea“ (Post 24:5). Um notkun orðsins „Nasarea“ ritaði einn útskýrandi: „Þetta nafn var almennt gefið hinum kristnu til lítilsvirðingar. Þeir voru nefndi þessu nafni, því Jesús var frá Nasaret“ (Albert Barnes, Notes, Explanatory and Practical, on the Acts of the Apostles [1937], 313).

    Annar útskýrandi segir álíka: „Þar sem Drottinn var af fyrirlitningu nefndur ,Nasarei‘ (Matt 26:71), þá nefndu Gyðingar lærisveina hans,Nasarea.‘ Þeir vildu ekki viðurkenna að þeir væru kristnir, eða lærisveinar Messíasar“ (The Pulpit Commentary: The Acts of the Apostles, útg. H. D. M. Spence og Joseph S. Exell [1884], 2:231).

    Öldungur Neal M. Maxwell sagði álíka þessu: „Gegnum gangandi í sögu ritninganna, sjáum við endurtekna viðleitni til að gera lítið úr spámönnum til að afskrifa þá – til að koma á þá óorði til að skerða álit fólks á þeim. Oftast eru þeir þó virtir að vettugi af samtíðafólki sínu og kirkjulegri sögu. Hvað sem öllu líður, þá voru hinir fornu kristnu nefndir ,villuflokkur Nasarea.‘ (Post 24:5.)“ („Out of Obscurity,“ Ensign, nóv. 1984, 10).

  12. Sjá 1 Ne 18:1–2.

  13. Benjamín De Hoyos, „Called to Be Saints,“ Liahona, maí 2011, 106.

  14. Þótt við fáum engu um það ráðið hvað aðrir nefna okkar, þá er okkur algjörlega í sjálfsval sett hvernig við nefnum okkur sjálf. Hvernig getum við vænst þess að aðrir virði rétt nafn kirkjunnar, ef við sem meðlimir hennar gerum það ekki?

  15. Style Guide—The Name of the Church,“ mormonnewsroom.org.

  16. Hugtakið heilagur er oft notað í hinni helgu Biblíu. Í bréfi Páls til Efesusmann, notar hann t.d. hugtakið heilagur hið minnsta einu sinni í hverjum kapítula. Heilagur er einstaklingur sem trúir á Jesú Krist og reynir að fylgja honum.

  17. Sjá Kenning og sáttmálar 121:33.