2020
„Vera þakklát“
Október 2020


Boðskapur svæðisleiðtoga

„Vera þakklát“

Á sumardögum hafa löndin á okkar svæði varfærnislega opnað landamæri sín eftir KÓVÍD-19 faraldurinn. Þetta ár hefur reynst mörgum einkar erfitt. Við samhryggjumst þeim sem hafa misst kæra fjölskyldumeðlimi og vini. Sumir hafa misst atvinnu sína og aðrir eiga það enn á hættu. Mikil þörf er á þjónustu okkar, til að tryggja að allra þarfir verði uppfylltar.

Hverjir sem erfiðleikar okkar gætu verið, þá er himneskur faðir okkur ávallt minnugur og þekkir þær raunir sem við reynum að sigrast á, hversu þungbærar sem þær gætu verið. Eftirfarandi texti úr velkunnum sálmi kemur upp í hugann:

Er í stormum lífs þíns bárum æstum á,

einn þú hrekst og hvergi er björgun neina að sjá,

teldu þínar sælustundir, sem þú átt,

sjá þú munt hve Guði vorum þakka mátt.1

Það er oft sem við styrkjumst af þrengingum okkar. Sú vitneskja veitir okkur ef til vill ekki huggun mitt í mestu þrengingunum. Russell M. Nelson forseti bað okkur á aðalráðstefnu í apríl á þessu ári: „Hvernig getum við sigrast á slíkum raunum?“ Hann sagði síðan: „Drottinn hefur sagt okkur að ,séuð þér viðbúnir þurfið þér ekki að óttast.‘“2 Nelson forseti lagði líka áherslu á og bauð okkur, líkt og hann gerir svo oft, að leita að og jafnvel lofaði „miklum andlegum upplifunum … er við tjáum … Guði föðurnum og hans elskaða syni okkar dýpsta þakklæti.3 Jafnvel mitt í miklum þrengingum, getur þakklæti verið lykill að því að sigrast á þeim.

Sökum frelsarans er lausnin fyrir hendi, ekki einungis til að þola þrengingar okkar, heldur til að sigrast á þeim og okkur er ætíð lofað betri komandi tíð. Frelsarinn þekkir hvert okkar persónulega með nafni og hann er til staðar öllum stundum til að liðsinna okkur, að lokum til sigurs. Um það getum við verið fullkomlega viss um. Sá dagur mun koma þegar við getum litið til baka af djúpu þakklæti og séð hvernig við höfum verið ríkulega blessuð og leidd til þess sem okkur var fyrir bestu.

Í bók sinni „Lighten Up [Hertu upp hugann]“ vitnar systir Chieko N. Okazaki í sögu um tvær trúræknar, kristilegar, hollenskar systur, Corrie og Betsie Ten Boom, sem földu Gyðinga á heimili sínu í Síðari heimstyrjöldinni. Þær voru teknar höndum og færðar í vinnubúðir, þar sem þær dvöldu í yfirfullum bragga iðandi af flóm. Betsie vitnaði í Biblíuna, sem hafði ekki verið gerð upptæk, og las: „Verið ætíð glaðir. Biðjið án afláts. Þakkið alla hluti…“

Síðar, er þær fluttu saman bæn, bað Betsie: „Þakka þér fyrir flærnar. …“ Corrie sagði: „Ég get aldrei orðið þakklát fyrir flærnar, jafnvel Guð fengi mig ekki til þess.“ „Þakkið alla hluti,“ vitnaði Betsie. „Það segir ekki: ,Ánægjulega hluti.‘“ Þessar tvær systur nutu meira næðis og frjálsræðis í bragganum sem þær dvöldu í og ástæðan varð þeim að lokum ljós. Vörðunum stóð stuggur af því að fara inn í herbergið þeirra, því það var iðandi af flóm.4

Að lifa í þakklæti, mun af nauðsyn fela í sér djúpa elsku og hollustu til frelsara okkar og varanlega þakkarskuld fyrir sáttmálsveg eilífs lífs, sem hann hefur gert mögulegan. Ekki er víst að okkur finnist við alltaf verðug himnesks liðsinnis, en frelsarinn vakir yfir okkur, ekki aðeins þar sem við erum núna, heldur blessar okkur ástúðlega út frá eilífu sjónarhorni hans. „Jesús Kristur og friðþæging hans eru skjólið sem við öll þörfnumst, burt séð frá stormum þeim sem herja á líf okkar.“5

Ég hvet okkur öll til að lifa í þakklæti og finna hvernig það eykur nálægð okkar við frelsara okkar, Jesú Krist og gerir okkur kleift að sigrast á áskorunum lífsins.

Przypisy:

  1. “Count Your Blessings“, Sálmar, 27.

  2. Kenning og sáttmálar 38:30.

  3. Russell M. Nelson, „Upphafsboðskapur“, aðalráðstefna apríl 2020.

  4. Corrie Ten Boom, The Hiding Place, Bantam Books, 1971, bls. 197–99 og 208–9.

  5. Öldungur Ricardo P. Giménez, „Finna skjól frá stormum lífsins“, aðalráðstefna apríl 2020