2020
Hirðisþjónusta fyrir tilstilli barna- og ungmennaáætlunarinnar.
Október 2020


„Hirðisþjónusta fyrir tilstilli barna- og ungmennaáætlunarinnar,“ Líahóna, október 2020

Reglur hirðisþjónustu

Ljósmyndir Tom Garner, Isaac Darko-Acheampong, Alexander K. Boateng og Jonas Rebicki

Reglur hirðisþjónustu, október 2020

Hirðisþjónusta fyrir tilstilli barna- og ungmennaáætlunarinnar.

Kjarni hirðisþjónustu er að bjóða öðrum að eflast og veita þeim aðstoð á þeirri vegferð.

Tækifærin eru óteljandi fyrir þjónustu fyrir tilstilli barna- og ungmennaáætlunarinnar. Ef til vill eigið þið sjálf börn eða ungmenni á heimilum ykkar. Kannski eruð þið leiðtogar í áætluninni eða þjónið fjölskyldum þar sem eru börn og unglingar. Kannski þekkið þið börn eða unglinga (það ætti nokkurn veginn að ná yfir okkur öll). Hver sem staða ykkar kann að vera eru margar leiðir til að nota áætlunina eða reglur hennar til að blessa líf annarra.

Að þroskast saman

Kjarni barna- og ungmennaáætlunarinnar er sá að einbeita sér daglega að því að verða líkari frelsaranum, sem veitti fullkomna þjónustu. Margir þeirra sem hafa tekið þátt í áætluninni hafa lært að því meira sem þið eflist á ólíkum sviðum lífsins verðið þið færari í að aðstoða eða þjóna öðrum.

Hvað barna- og ungmennaáætluna varðar, þá þurfið þið ekki að bíða með að blessa aðra þar til þið lærið eitthvað. Lærdómsferlið sjálft veitir tækifæri til að þjóna.

Það að læra á píanó var einungis upphafsskref markmiðasetningar í barna- og ungmennaáætlun ungs manns í Gana, sem heitir Prophet. „Það er líka markmið mitt að kynna öðrum það sem ég er að læra,“ sagði Prophet.

Jafnvel þótt hann sé ekki enn orðinn leiðbeinandi, þá hefur markmið hans þegar vaxið meira en hann hefði getað ímyndað sér. Nú eru 50 nemendur að læra á píanó í samkomuhúsinu, ásamt Prophet. Hverjir kenna þá Prophet og hinum 50 nemendunum? Alexander M. og Kelvin M., báðir 13 ára gamlir. „Okkur langar að sýna öðrum góðvild,“ segir Kelvin.

Unglingarnir tveir kenna grunnatriði í píanóleik þrisvar í viku, öllum þeim sem koma til að læra að kostnaðarlausu. Annað jákvætt hefur komið út úr píanótímunum. Nokkrir nemendanna sem kynntust kirkjunni í gegnum píanótímana, lærðu seinna um fagnaðarerindið og ákváðu að láta skírast.

Þegar við leggjum okkur fram við að bæta okkur, getum við þjónað öðrum með því að bjóða þeim að taka þátt í því með okkur.

Fullkomin uppskrift að hirðisþjónustu

Sem Barnarfélagsforseti stiku hefur Sabrina Simões Deus Augusto frá Curitiba, Brasilíu, séð hvernig þættir persónulegrar framþróunar í áætluninni blessa börn og ungmenni stiku hennar. Hún hefur einnig uppgötvað ýmsar leiðir til að nýta það sem hún hefur lært um persónulega framþróun í starfi hennar sem þjónustusystir.

„Þegar ég þroska hæfileika,“ segir systir Augusto, „get ég notað þann hæfileika til að blessa einhvern sem ég þjóna.“

Systir Augusto kenndi einni systurinni, sem hún ber ábyrgð á, hvernig búa ætti til súkkulaðikonfekt. Sú systir býr nú súkkulaðið til og selur til að auka við tekjur fjölskyldu hennar. „Mörgum mánuðum síðar var ég síðan blessuð, er önnur systir kenndi mér að gera hunangsbrauð sem ég gat selt,“ sagði systir Augusto. „Að þroska og miðla hæfileikum okkar getur blessað líf annarra og dýpkað samband okkar sem þjónustusystur.“