2021
Guð sagði okkur að láta skírast
Febrúar 2021


„Guð sagði okkur að láta skírast,“ Líahóna, febrúar 2021

Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, febrúar 2021

Guð sagði okkur að láta skírast.

Jesús Kristur setti fordæmið um að láta skírast af þeim sem hefur valdsumboð frá Guði.

Þótt við vitum ekki margt um einkalíf Jesú Krists, þá vitum við að hann skírðist um 30 ára gamall (sjá Lúkas 3:23). Hér eru nokkur atriði sem fordæmi hans kennir um skírn.

Fyrir alla

Ef við höfum aldur og þroska til að þekkja muninn á réttu og röngu, vill himneskur faðir að við látum skírast (sjá Kenning og sáttmálar 18:42). Jesús var fullkominn, en hann valdi samt að láta skírast til að fylgja boðorðum Guðs (sjá Matteus 3:13–17; 2. Nefí 31:7). Meira að segja hinir dánu geta líka meðtekið skírn. Við bjóðum þeim það með því að skírast fyrir þá í musterinu. (Sjá Kenning og sáttmálar 128:15–18.)

Ljósmynd
skírn

Framkvæmd með valdsumboði

Það var ekki bara einhver sem skírði Jesú. Hann fór sérstaklega til frænda síns, Jóhannesar, sem hafði prestdæmisvald frá Guði. Eftir að Jesú dó og lærisveinar hans voru teknir af lífi, glataðist það prestdæmisvald á jörðunni. Eftir það birtist Jóhannes skírari Joseph Smith árið 1829 og veitti honum vald til að skíra í nafni Guðs. Vegna þeirrar endurreisnar, getum við skírst með sama valdi á okkar tíma.

Ljósmynd
endurreisn Aronsprestdæmisins

Tvíhliða loforð

Skírn felur í sér tvíhliða loforð, eða sáttmála, á milli okkar og Guðs. Við lofum að:

  1. Taka á okkur nafn Krists.

  2. Hafa hann ávallt í huga.

  3. Halda boðorð hans.

Í staðinn lofar Guð að andi hans verði ætíð með okkur. Orð sakramentisbænanna minna okkur á þennan sáttmála í hverri viku. (Sjá Kenning og sáttmálar 20:77–79.)

Ljósmynd
fjölskylda á sakramentissamkomu

Það er mikilvægur þáttur í skírninni að meðtaka heilagan anda.

Eftir að Jesús var skírður, birtist heilagur andi honum í dúfulíki ( sjá 2. Nefí 31:8). Í dag er fólk staðfest eftir að það er skírt. Það þýðir að það meðtekur sérstaka blessun, þar sem því er boðið að meðtaka hina andlega hreinsandi gjöf heilags anda (sjá 2. Nefí 31:17). Heilagur andi getur varað okkur við hættu, huggað okkur, leiðbeint okkur við að taka góðar ákvarðanir og hjálpað okkur að skynja elsku Guðs (sjá Kenning og sáttmálar 39:6).

Ljósmynd
kona staðfest

Við getum alltaf iðrast

Guð vissi að við myndum gera mistök. Þrátt fyrir okkar bestu viðleitni, myndum við syndga og ekki ná að uppfylla skírnarloforð okkar. Þar af leiðandi gaf hann hverju okkur kost á að iðrast. (Sjá Kenning og sáttmálar 18:13.) Við getum dag hvern gert okkar besta til að biðja afsökunar og leiðrétta það sem miður hefur farið. Við getum beðist fyrir um fyrirgefningu Guðs. Við getum síðan haft heilagan anda með okkur þegar við tökum sakramentið auðmjúk í hjarta (sjá 3. Nefí 18:11).

Ljósmynd
kona biður við rúmstokk

Hvað segja ritningarnar um skírn?

Foreldrar ættu að hjálpa börnum sínum að undirbúa sig fyrir skírn (sjá Kenning og sáttmálar 68:25).

Þau sem eru yngri en átta ára þurfa ekki að skírast (sjá Moróní 8).

Þegar við látum skírast lofum við að „syrgja með syrgjendum … hugga þá sem huggunar þarfnast, og standa sem vitni Guðs alltaf, í öllu og alls staðar“ (Mósía 18:9).

Prenta