2021
Finna styrk til að fyrirgefa
Júní 2021


„Finna styrk til að fyrirgefa,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 10–11.

Kom, fylg mér

Finna styrk til að fyrirgefa

Drottinn hefur boðið að við fyrirgefum öðrum. Hann mun hjálpa okkur að halda boðorð sín, líka þetta.

Kenning og sáttmálar 64:10

Ljósmynd
kona horfir á einhvern rétta henni hönd

Myndskreyting eftir Jim Madsen

Finnst ykkur erfiðara að halda sum boðorð fremur en önnur?

Hér er eitt sem margir eiga erfitt með: „Ég, Drottinn, mun fyrirgefa þeim, sem ég vil fyrirgefa, en af yður er krafist, að þér fyrirgefið öllum mönnum“ (Kenning og sáttmálar 64:10).

Heyrðu nú. Þurfum við að fyrirgefa öllum sem hafa breytt rangt gegn okkur? Er það virkilega hægt?!

Það er vel mögulegt að fyrirgefa þeim sem segir eitthvað ógætilegt eða tekur síðustu brauðbolluna við matarborðið. Hvað með djúpu sárin? Alvarlegar misgjörðir sem geta meitt eða jafnvel breytt gangi lífsins?

Stundum virðist ómögulegt að fyrirgefa einhverjum sem hefur sært okkur hræðilega.

Góðu fréttirnar eru þó þær að með hjálp Jesú Krists erum við ekki takmörkuð af því sem við fáum gert á eigin spýtur.

Hjálpin sem hún þarfnaðist

Trúrækinn kristin kona frá Hollandi, að nafni Corrie ten Boom, kynntist af eigin raun hve máttugt það er að biðja Guð um hjálp við að fyrirgefa einhverjum.

Hún og systir hennar, Betsy, höfðu verið vistaðar í útrýmingarbúðum í Síðari heimsstyrjöldinni. Corrie og fleiri máttu þola hræðilegt ofbeldi af höndum fangavarða nasista. Systir hennar, Betsy, lést jafnvel vegna ofbeldis þeirra. Corrie lifði af.

Eftir stríðið kynntist Corrie lækningarmætti þess að fyrirgefa öðrum. Hún miðlaði oft þeim boðskap sínum á opinberum vettvangi. Dag einn var samt endanlega reynt á orð hennar.

Eftir opinber ræðuhöld, kom einn grimmasti fangavörður búðanna til Corrie.

Hann sagði Corrie að hann hefði kristnast eftir stríðið og iðrast þess hræðilega sem hann hafði gert sem fangavörður.

Hann rétti fram hönd sína og sagði: „Viltu fyrirgefa mér?“

Þrátt fyrir allt sem hún hafði lært og miðlað öðrum um að fyrirgefa öðrum, gat Corrie ekki tekið í hönd þessa tiltekna manns og fyrirgefið honum – ekki án aðstoðar, hið minnsta.

Hún skrifaði síðar: „Þegar hugsanir reiði og hefnigirni tóku að krauma hið innra, sá ég syndina í þeim. … Drottinn Jesús, bað ég, viltu fyrirgefa mér og hjálpa mér að fyrirgefa honum.

Ég reyndi að brosa og átti erfitt með að rétta fram hönd mína. Ég gat það ekki. Ég fann ekkert, ekki einu sinni örlítinn neista af hlýju eða kærleika. Ég fór því aftur með hljóða bæn. Jesús, ég get ekki fyrirgefið honum. Veittu mér þína fyrirgefningu.

Þegar ég tók í hönd hans gerðist nokkuð ótrúlegt. Svo virtist sem straumur streymdi í gegnum hönd mína til hans og kærleikur fyllti hjarta mitt til þessa ókunnuga manns, slíkur að ég lét næstum yfirbugast.

Ég komst að því að lækning heimsins er ekki háð okkar fyrirgefningu eða góðvild, heldur hans. Þegar hann býður okkur að elska óvini okkar, gefur hann okkur ekki bara boðorð, heldur líka sjálfan kærleikann.“1

Guð er hér til að hjálpa ykkur að halda boðorð sín, líka boðorðið um að fyrirgefa – jafnvel þegar það er erfitt. Hann getur hjálpað ykkur á sama hátt og hann hjálpaði Corrie ten Boom.

Lækningin sem þið verðskuldið

Lífið er brögðótt. Það er fyllt óreiðu. Það er vissulega fyllt fólki með guðsgjöf sjálfræðis.

Á þeim stundum þegar einhver tekur ákvörðun sem veldur ykkur miklum sársauka – eða gerir það jafnvel af slysni – getið þið hlotið lækningarmátt er þið biðjið um hjálp og leitist við að fyrirgefa.

Að fyrirgefa öðrum, læknar sál ykkar. Þegar þið fyrirgefið einhverjum sem hefur gert ykkur rangt, með hjálp Guðs, léttið þið af ykkur hræðilegri byrði, sem gæti haldið aftur af ykkur. Þótt ykkur finnist leiðin erfið að sannri lækningu, þá verðið þið aldrei ein með Guði.

Heimildir

  1. Corrie ten Boom, The Hiding Place (1971), 215.

  2. Jeffrey R. Holland, Þjónusta sáttargjörðar (aðalráðstefna, október 2018).

Prenta