2021
Hvað er Guðdómurinn?
Júní 2021


„Hvað er Guðdómurinn?“ Líahóna, júní 2021

Mánaðarlegur boðskapur: Líahóna, febrúar 2021

Hvað er Guðdómurinn?

Himneskur faðir, Jesús Kristur og heilagur andi eru þrjár aðskildar verur sem eru eitt í tilgangi.

Ljósmynd
Fyrsta sýnin

Hluti af Fyrsta sýnin, eftir Jon McNaughton

Ritstjóri fréttablaðs spurði spámanninn Joseph Smith eitt sinn að því hver trú meðlima Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu væri. Sem svar við því, ritaði spámaðurinn 13 staðhæfingar sem við köllum Trúaratriðin. Fyrsta staðhæfingin segir: „Vér trúum á Guð, hinn eilífa föður, og á son hans, Jesú Krist, og á heilagan anda“ (Trúaratriðin 1:1). Þessir þrír skipa það sem við köllum Guðdóminn.

Guð, hinn eilífi faðir

Guð hefur upprisinn líkama af holdi og beinum. Hann er faðir anda okkar. Hann elskar hvert barna sinna fullkomlega. Guð er fullkominn, almáttugur og alvitur. Hann er réttvís, miskunnsamur og gæskuríkur. Við lifðum sem andar hjá Guði áður en við fæddumst. Hann sendi okkur til jarðar til að læra og vaxa. Dýpsta þrá Guðs er að hvert barna hans snúi aftur til dvalar hjá honum, eftir að við deyjum. Guð kennir okkur að við verðum að fylgja Jesú Kristi til að geta snúið aftur í návist Guðs.

Ljósmynd
Jesús Kristur prédikar í andaheiminum

Kristur prédikar í andaheiminum, eftir Robert T. Barrett

Jesús Kristur

Jesús Kristur hefur líka upprisinn líkama af holdi og beinum. Hann er fyrsti sonur Guðs. Áður en við fæddumst, valdi Guð hann til að verða frelsari okkar. Í því felst að Jesús kom til jarðar til að vera okkur fordæmi, kenna fagnaðarerindi sitt, friðþægja fyrir syndir okkar og frelsa okkur frá dauða. Við getum hlotið fyrirgefningu synda okkar, vegna Jesú Krists, þegar við iðrumst. Jesús Kristur þjáðist líka margvíslega svo að hann gæti skilið og liðsinnt okkur. Jesús Kristur dó lifnaði síðan aftur og gerði þannig öllum mögulegt að lifa aftur.

Ljósmynd
greftrun Krists

Ljósmynd frá Getty Images

Heilagur andi

Heilagur andi er eini meðlimur Guðdómsins sem ekki hefur efnislíkama. Hann er andi. Heilagur andi getur tjáð sig beint við anda okkar. Hann ber okkur vitni um að Guð sé raunverulegur og að Jesús Kristur sé frelsari okkar. Heilagur andi starfar sem sendiboði Guðs til að veita okkur tilfinningar elsku, handleiðslu og huggunar. Þegar við erum skírð og staðfest, hljótum við gjöf heilags anda. Eftir skírn okkar, getur heilagur andi alltaf dvalið hjá okkur þegar við höldum boðorð Guðs.

Ljósmynd
Fyrsta sýnin

Fyrsta sýnin, eftir Walter Rane

Fyrsta sýn Josephs Smith

Í áranna rás hefur fólk orðið ráðvillt um Guðdóminn. Fólki hefur greint á um eðli Guðs, Jesú Krists og heilags anda. Það er ein ástæða þess að Fyrsta sýn Josephs Smith var svo mikilvæg. Hann sá að himneskur faðir og Jesús Kristur höfðu líkama og eru tvær aðskildar verur.

Ljósmynd
Hlustið

Hlustið, eftir Michael Jarvis Nelson

Aðskildir en sameinaðir

Ritningarnar og nútíma spámenn kenna að Guð, Jesús Kristur og heilagur andi séu aðskildar verur, sem hafa einn tilgang: ódauðlegt og eilíft líf okkar (sjá HDP Móse 1:39). Þeir vinna saman, eins og samstæður hópur, til að hjálpa okkur dag hvern. Við getum fundið betur nálægð þeirra þegar við iðrumst synda okkar og veljum hið rétta.

Ritningarvers um Guðdóminn

Prenta