2021
Æðsta og dýrmætasta gjöfin
Desember 2021


Boðskapur svæðisleiðtoga

Æðsta og dýrmætasta gjöfin

Á hverju ári, er við höldum jólin hátíðleg, förum við að huga að gjöfum. Sumir horfa með gleðilegri eftirvæntingu fram til þess sem þeir geti gefið og hvernig þeir geti komið einhverjum á óvart. Hvað aðra varðar fellur þessi árlega hefð meira undir streituvaldandi verkefni. Í fjölskyldu minni er eiginkonu minni eðlislægt að gefa af gleði, en mér finnst yfirleitt erfitt með að finna eitthvað mikilsvert og gagnlegt. Ég hef hugleitt hvers vegna svo er. Þó að það séu margir ólíkir þættir sem hafa með þetta að gera, svo sem ólík persónueinkenni og áhugamál, þá bendi ég á eitt ákveðið atriði sem gæti hjálpað okkur öllum að skilja hvenær gjöf er mikilsverð fyrir bæði gefanda og þiggjanda.

Frelsarinn kenndi: „Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir…“1. Jóhannes ritaði: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“2 Við vitum að mesta og dýrmætasta gjöfin sem nokkru sinni hefur verið gefin var gjöf friðþægingar Jesú Krists, sem bæði faðirinn og sonurinn gáfu. Vegna gjafar þeirra, hefur dauðinn engan brodd og gröfin engan sigur3. Vegna friðþægingar Krists, eru endurlausn, eilíf sáluhjálp og upphafning möguleg öllu mannkyni – já, öllum þeim sem vilja.4

Við löðumst að þessum gjöfum vegna þeirra eilífu, persónulegu gilda. Þótt vitað sé að þær voru gefnar af einlægni, þá er hin guðlega elska ofar öllu mögulegu ímyndunarafli.. Hugleiðið þetta: Frelsarinn elskar ykkur svo mikið að hann gaf sannlega líf sitt í ykkar þágu. Himneskur faðir elskar ykkur svo mikið að hann gaf fúslega sinn eingetna son í ykkar þágu. Þegar við förum að skilja þennan áhrifamikla sannleika, mun þessi sama elska fylla hjörtu okkar, svo við munum vilja syngja í djúpu þakklæti:

Um Jesú ég hugsa og undrast hans ást til mín, með endurlausn sinni hann leiðir mig heim til sín. Mig angrar að mín vegna kvalinn á krossi var, Mig angrar að mín vegna kvalinn á krossi var Ó, hvílík dásemd að hann skyldi hugsa’ um mig. Og hann dó fyrir mig. Ó, hve dásamleg dýrð, dýrð hans fyrir mig!5

Vitandi hversu hugsunarlaus, þverúðugur og drambsamur ég get stundum verið, þá furða ég mig á að Guð sýni mér slíka miskunn, kærleika og tryggð. Hvernig get ég þá sýnt honum þakklæti mitt?

Í fyrsta lagi skulum við meðtaka gjöfina meðvituð: „Því að hvað gagnar það manninum, ef gjöf er honum gefin og hann veitir gjöfinni ekki viðtöku? Sjá, hann gleðst ekki yfir því, sem honum er gefið, né heldur gleðst sá, sem gjöfina gefur.”6 Við meðtökum gjöfina og gefandann með að sýna þakklæti okkar með gleði og kærleika. „Elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður,”7 bauð frelsarinn; og „ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín.“8

Í öðru lagi skulum við læra af frelsara okkar. Gleði okkar fyrir óskiljanlega gjöf hans, mun margfaldast er við miðlum henni öðrum af kærleika og samkennd. Þegar við þjónum öðrum, erum við sannlega að miðla boðskap Krists, sem sagði: „Það allt, sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“9

Það er bæn mín á þessari jólahátíð, að við munum biðja af einlægni fyrir því að Drottinn opni okkur leiðir á komandi vikum og mánuðum, til að elska meira, gefa meira og bjóða fleiri bræðrum okkar og systrum að meðtaka æðstu og dýrmætustu gjöf frelsara okkar. Gjöf hans mun sannlega fylla okkur ákaflega miklum fögnuði, því hún er eftirsóknarverð til að gera okkur hamingjusöm.10

Heimildir

  1. Jóhannes 15:14

  2. Jóhannes 3:16

  3. 1. Korintubréf 15:55

  4. HDP Móse 5:9

  5. „I Stand All Amazed“ , Sálmar #65

  6. K&S 88:33

  7. Jóhannes 15:12

  8. Jóhannes 14:15

  9. Matteus 25:40

  10. Sjá 1. Nefí 8:12,10

Prenta