„Ættarsaga hjálpar áum okkar,“ Líahóna, desember 2021
Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, desember 2021
Ættarsaga hjálpar áum okkar
Ættarsaga er að uppgötva og læra um skyldmenni okkar. Við öflum okkur líka upplýsinga um áa okkar, svo við getum framkvæmt musterisverk fyrir þá.
Fjölskyldur eru kjarninn í sæluáætlun himnesks föður. Hann hefur fyrirbúið leið til að fjölskyldur geti verið eilíflega saman. Þegar við gerum ættarsögu- og musterisverk, gerum við okkar til að sameina ættmenni okkar, bæði lifandi og látin. („Musterisverk“ er að taka á móti helgiathöfnum musterisins fyrir okkur sjálf, eins og að innsiglast maka okkar og framkvæma helgiathafnir musterisins fyrir áa okkar.)
Ættarsögu- og musterisverk
Sérhver sú manneskja sem lifað hefur eða mun lifa á jörðu þarfnast helgiathafna fagnaðarerindisins. Við getum framkvæmt helgiathafnir fyrir áa okkar í musterinu, ef þeir hafa ekki átt kost á því. Ein slík helgiathöfn er að vera innsigluð fjölskyldumeðlimum. Að vera „innsigluð,“ merkir að við getum lifað með fjölskyldu okkar, ef við erum réttlát. Við getum aðeins verið innsigluð sem fjölskylda í musterum.
Blessanir ættarsöguverks
Ættarsaga getur gert okkur kleift að efla samband okkar við lifandi skyldmenni. Þegar við miðlum frásögnum, myndum og öðrum minningum, eflum við fjölskylduböndin. Við aukum líka elsku okkar til hvers annars. Spámenn hafa líka lofað að ættarsöguverk muni færa okkur nær Jesú Kristi.
Finna áa okkar
Himneskur faðir vill að við séum innsigluð núverandi fjölskyldu okkar og áum okkar. Áður en við getum innsiglast áum okkar, þá þurfum við að finna og vista upplýsingar um þá. Ættarsaga er þó meira en að leita nafna, dagsetninga og staða. Við munum verða nánari áum okkar þegar við lærum um þá.
© 2021 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly Liahona Message, December 2021. Icelandic. 17476 190