2022
Þess vegna greiðum við tíund
Desember 2022


„Þess vegna greiðum við tíund,“ Líahóna, des. 2022.

Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, desember 2022

Þess vegna greiðum við tíund

myntstafli

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu gefa tíunda hluta tekna sinna til kirkjunnar. Þetta er kallað tíund. Fénu er varið í að framkvæma verk kirkjunnar um heim allan.

Hvað er tíund?

Eitt af boðorðum Guðs er að greiða tíund, einn tíunda hluta tekna okkar, til kirkju hans. Þegar við greiðum tíund, sýnum við þakklæti okkar til Guðs fyrir blessanir okkar. Við sýnum að við treystum á Drottin og að við séum fús til að hlýða honum í einu og öllu.

fólk færir Melkísedek ýmsar vörur sem tíund

Melkísedek – Umsjónarmaður forðabúrsins, eftir Clark Kelley Price

Lexíur úr Gamla testamentinu

Þjóð Guðs hefur greitt tíund frá því á tímum Gamla testamentisins. Abraham greiddi meðal annars tíund (sjá 1. Mósebók 14:18–20). Tíundarlögmálið var líka kennt af fornum spámönnum, þar á meðal Móse og Malakí (sjá 3. Mósebók 27:30–34; Nehemíabók 10:36–38; Malakí 3:10).

Endurreisn tíundarlögmálsins

Árið 1838 spurði spámaðurinn Joseph Smith Drottin að því hvernig meðlimir kirkjunnar ættu að greiða tíund. Svar Drottins er skráð í Kenningu og sáttmálum 119, sem segir að meðlimir ættu að greiða einn tíunda hluta ábata síns til kirkjunnar (sjá vers 4). Kirkjuleiðtogar hafa kennt að „ábati“ þýði tekjur.

manneskjur takast í hendur og önnur réttir hinni umslag

Mynd: Jamie Dale Johnson

Hvernig greiða á tíund

Við getum greitt tíund með því að fylla út eyðublaðið fyrir framlög á netinu á donations.ChurchofJesusChrist.org. Einnig er hægt að fylla út pappírseyðublað og afhenda meðlimi biskupsráðsins eða greinarforsætisráðsins peningana. Allur peningurinn er sendur til höfuðstöðva kirkjunnar, þar sem kirkjuleiðtogar (Æðsta forsætisráðið, Tólfpostulasveitin og Yfirbiskupsráðið) ákveða af kostgæfni hvernig þeir skulu notaðir.

Blessanir

Drottinn hefur lofað að þeir sem greiða tíund verði blessaðir bæði stundlega og andlega. Tíund blessar einnig öll börn Guðs með því að gera þeim kleift að læra af honum og vaxa í fagnaðarerindinu.

Salt Lake-musterið

Hvernig tíundagreiðslum er varið

Tíundargreiðslur eru notaðar til að byggja upp kirkjuna um heim allan. Það felur í sér byggingu mustera og annarra kirkjubygginga, prentun ritninga og annars námsefnis, rekstur kirkjurekinna skóla og stuðning við ættarsögu og trúboðsstarf.

Tíundaryfirlýsing

Einu sinni á ári hitta meðlimir kirkjunnar biskup sinn (eða greinarforseta) til að greina honum frá því hvort þeir greiði fulla tíund.

Það sem tíundin greiðir fyrir

Oakland-musterið, Kaliforníu

Mynd af Oakland-musterinu í Kaliforníu, eftir Longin Lonczyna yngri.

eintök af Mormónsbók á mismunandi tungumálum
samkomuhús