„Sjálfsbjörg styrkir okkur,“ Líahóna, ágúst 2023.
Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, ágúst 2023
Sjálfsbjörg styrkir okkur
Að vera sjálfbjarga er að geta annast okkar eigin þarfir og fjölskyldna okkar. Þegar við erum sjálfbjarga getum við betur þjónað Drottni og öðru fólki. Sjálfsbjörg þýðir samt ekki að við þurfum að mæta áskorunum okkar alein. Við getum beðið um hjálp frá vinum, fjölskyldu, greinar- eða deildarmeðlimum og fagaðilum þegar við þurfum þess.
Sjálfsbjargarreglur
Að verða sjálfbjarga krefst menntunar, hlýðni og vinnusemi. Við gerum okkar besta við að sjá um okkur sjálf og getum beðið aðra um hjálp þegar þess þarf. Til að geta sannlega orðið sjálfbjarga, verðum við að tileinka okkur trú á Jesú Krist. Þegar við síðan vinnum að því að hjálpa okkur sjálfum, mun hann styrkja okkur.
Andleg sjálfsbjörg
Við getum stuðlað að andlegri sjálfsbjörg okkar með því að styrkja vitnisburð okkar um Jesú Krists. Við gerum það með því að biðja, læra í ritningunum, fara í kirkju, hlýða boðorðunum og gera ýmislegt annað sem færir okkur nær Kristi. Að vita að að hann vill hjálpa okkur, mun efla okkur trú til þess að vera sterk, jafnvel þegar lífið er erfitt.
Stundleg sjálfsbjörg
Stundleg sjálfsbjörg er að geta séð um líkamlegar þarfir okkar og fjölskyldu okkar. Þetta á við um matvæli, húsnæði, heilsu og aðrar þarfir. Við gerum þetta með því að mennta okkur, læra eða efla gagnlega kunnáttu, leggja hart að okkur, nota tímann okkar skynsamlega og huga vel að fjármálum okkar.
Tilfinningaleg sjálfsbjörg
Tilfinningaleg sjálfsbjörg er sá eiginleiki að geta brugðist við tilfinningalegum áskorunum af hugrekki og trú. Við glímum öll við áskoranir og áföll. Þökk sé fagnaðarerindinu þá vitum við að við getum valið hvernig við bregðumst við þeim. Að bregðast við í trú á Drottin eykur getu okkar til að mæta öðrum erfiðleikum með meiri von.
Menntun
Við ættum alltaf að vera að læra. Guð vill að við menntum huga okkar og bætum eigin kunnáttu lífið á enda og fram í það næsta. Því meira sem við lærum, því meiri áhrif getum við haft til góðs og séð fyrir okkur, fjölskyldu okkar og hinum þurfandi.
Blessanir sjálfsbjargar
Spámennirnir hafa kennt að þegar við vinnum að því að verða meira sjálfsbjarga, verðum við blessuð með meiri von og frið. Við getum hjálpað fjölskyldum okkar og öðrum sem eru þurfandi. Við verðum blessuð með fleiri tækifærum og getu til eigin framþróunar.
Kirkjuefni
Stikan ykkar gæti boðið upp á sjálfsbjargarhópa. Þannig hópar geta kennt ykkur grundvallaratriði sjálfsbjargar og kunnáttu, eins og fjármálastjórn eða að finna betra starf. Það má finna tengt efni í Gospel Library. Veldu „Books and Lessons” og svo „Self-Reliance.”
© 2023 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly Liahona Message, ágúst 2023. Language. 19046 190