„Lifi ég ‚eftir leiðum hamingjunnar‘?,“ Til styrktar ungmennum, feb. 2024
Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, febrúar 2024
Lifi ég „eftir leiðum hamingjunnar“?
Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir ykkur til að lifa á þann hátt sem Nefí sagði sitt fólk gera.
Stuttu eftir að þeir skildu sig frá Lamanítunum, sagði Nefí að fólk hans lifði „eftir leiðum hamingjunnar.“ (2.Nefí 5:27). Hafandi í huga að það var annar hópur fólks sem vildi drepa þau (sjá 2. Nefí 5:1–6,14), þá gæti það komið á óvart. Hvernig gæti einhver verið hamingjusamur í slíkum aðstæðum?
Í fyrsta lagi skulum við hafa í huga að „við lifðum eftir leiðum hamingjunnar“ þýðir ekki að „hver og einn Nefíti hafi verið hamingjusamur alla daga og allan sólahringinn.“ Það þýðir að þeir lifðu á þann hátt og gerðu þess konar hluti sem yfirleitt leiddu til hamingju. Í heildina var þetta hamingjutími, þrátt fyrir áskoranir þeirra.
Hvað þýðir þá „eftir leiðum hamingjunnar“? Hvernig getum við líkt eftir því í okkar eigin lífi, sem einnig ber með sér áskoranir? Skoðum það!
-
Verið hlýðin. „Og við gættum þess að halda … boðorð Drottins“ (2. Nefí 5:10).
Skref 1 er að lifa eftir fagnaðarerindinu. Þið gætuð verið tímabundið ánægð í synd, en það varir ekki lengi. Það er ekki að lifa „eftir leiðum hamingjunnar“ að óhlýðnast Guði af ásettu ráði (sjá Alma 41:10).
-
Leitið í ritningunum „Og ég, Nefí, hafði … tekið með okkur heimildaskrárnar, sem letraðar voru á látúnstöflurnar“ (2. Nefí 5:12). Við höfðum „kannað þær og fundið þær eftirsóknarverðar. Já, jafnvel okkur mikils virði“ (1. Nefí 5:21).
Fólk Nefís var með ritningarnar. Það var ekki bara með þær – það kannaði þær.
-
Hlustið á innblásna leiðtoga. „Ég, Nefí, vígði Jakob og Jósef presta og kennara á öllu landi þjóðar minnar“ (2. Nefí 5:25).
Þessir kennarar notuðu ritningarnar sem leiðarvísi sinn (sjá 2. Nefí 4:15; 6:4).
-
Farið til musterisins (og á aðra helga staði). „Ég, Nefí, reisti musteri“ (2. Nefí 5:16).
Það er mikilvægt að hafa helga staði eins og samkomuhús og musteri fyrir lærisveina að koma til og tilbiðja. (Við getum reiknað með því að Nefítarnir hafi ekki einungis verið með musteri – en að þeir hafi í raun nota það.) Ef þið getið ekki sótt musterið persónulega, getið þið alltaf gert ættarsöguverk.
-
Verið afkastamikil. „Ég veitti fólki mínu tilsögn í því, hvernig byggja skyldi hús og vinna. … Ég, … kenndi fólki mínu iðjusemi og að vinna með höndum sínum.“(2. Nefí 5:15, 17).
Hluti þess að lifa „eftir leiðum hamingjunnar“ er að hafa eitthvað fyrir stafni! Verkefni, vinna, ábyrgð – eitthvað sem þið hafið til að einbeita ykkur að og með tilgangi (með hæfilegum tíma til hvíldar að sjálfsögðu). Það er erfitt að vera hamingjusamur ef manni leiðist alltaf.
Mynduð þið segja að þið séuð nú þegar að lifa eftir leiðum hamingjunnar? Ef ekki, þá getur fordæmi Nefís kannski gefið ykkur einhverjar hugmyndir til að bæta ykkur.
© 2024 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, February 2024. Language. 19276 190