„Trúa á Krist áður en hann kemur aftur,“ Til styrktar ungmennum, apríl 2024.
Til styrktar ungmennum: Mánaðarlegur boðskapur, apríl 2024
Trúa á Krist áður en hann kemur aftur
Nefítar trúðu áður en frelsarinn kom og við getum trúað áður en hann kemur aftur.
Hafið þið einhvern tíma hugleitt hvernig það væri að trúa á frelsarann áður en hann kom til jarðar? Hinir fornu Nefítar þurftu einmitt að gera það – „að vænta Messíasar og trúa á komu hans eins og hann væri þá þegar kominn“ (Jarom 1:11).
Á okkar tíma höfum við ritningarlegar og sögulegar heimildir sem vitna um að Jesús Kristur lifði, dó og reis upp aftur. Við trúum á frelsara sem þegar hefur komið. En við trúum líka á frelsara sem mun koma aftur.
Áður en Jesús Kristur kom, trúðu Nefítarnir:
Að syndir þeirra yrðu fyrirgefnar.
„Hver sá, sem trúir að Kristur komi, [getur] fengið fyrirgefningu synda sinna og glaðst ákaft, rétt eins og hann væri þegar kominn þeirra á meðal“ (Mósía 3:13; skáletrað hér).
Að þeir gætu fyrirgefið sjálfum sér.
„Og rödd kom til mín og sagði: Enos, syndir þínar eru fyrirgefnar, … því var sekt minni sópað burtu. Og ég spurði: Drottinn, hvernig má það vera? Og hann svaraði mér: Vegna trúar þinnar á Krist, sem þú hefur aldrei fyrr heyrt eða séð. Og mörg ár munu líða, þar til hann opinberar sig í holdinu. … Trú þín hefur gjört þig heilan“ (Enos 1:5–8; skáletrað hér).
Að kraftaverk væru gerð.
„Vér þekktum til Krists og lifðum í von um dýrð hans mörg hundruð árum fyrir komu hans. … Vér getum vissulega skipað fyrir í nafni Jesú, og sjálf trén hlýða oss, eða fjöllin, eða öldur sjávar“ (Jakob 4:4, 6; skáletrað hér).
Að opinberun hlytist.
„Trú margra var svo sterk, jafnvel áður en Kristur kom, að ekki var unnt að halda þeim handan hulunnar, heldur sáu þeir í raun með augum sínum“ (Eter 12:19; skáletrað hér).
Áður en Kristur kemur aftur, getum við haft trú til að:
Hljóta fyrirgefningu, fyrirgefa okkur sjálfum, framkvæma kraftaverk oghljóta opinberanir (eins og Nefítarnir).
Búum okkur sjálf undir komu hans.
Þegar við reynum að halda sáttmála okkar, erum við að búa okkur undir að dvelja í himneska ríkinu. „Því að sjá. Þetta líf er tími mannanna til að búa sig undir að mæta Guði. Já, sjá. Dagur þessa lífs er dagurinn, sem menn hafa til að leysa verk sitt af hendi“ (Alma 34:32).
Búum heiminn undir komu hans.
Russell M. Nelson forseti hefur boðið okkur að taka þátt í „mikilvægasta verki á jörðu“ – samansöfnun Ísraels. „Himneskur faðir okkar hefur geymt marga af göfugustu öndum hans – kannski ætti ég að segja, besta liðið hans – fyrir þennan síðasta þátt. Þessir göfugu andar – þessir bestu leikmenn, þessar hetjur – eruð þið!“1
Höfum von á erfiðum tímum.
Þegar frelsarinn kemur aftur, munu hinir réttlátu lifa í friði. Frelsarinn mun ríkja og ósanngirni mun færð til rétts vegar. „Því að Drottinn verður mitt á meðal þeirra og dýrð hans mun hvíla á þeim, og hann verður konungur þeirra og löggjafi“ (Kenning og sáttmálar 45:59).
Reiðum okkur á upprisuna.
Allir menn mun reistir upp. Við munum hafa fullkomna, ódauðlega líkama. Við getum aftur séð þá ástvini okkar sem hafa látist hafa. „Andinn og líkaminn munu aftur sameinast í fullkominni mynd sinni, bæði limir og liðir skulu endurreistir í sinni réttu mynd, já, eins og við erum nú á þessari stundu“ (Alma 11:43).
Hinir fornu Nefítar trúðu á frelsarann áður en hann kom. Við getum trúað því að frelsarinn muni koma aftur – er „[við munum] sjá [hann] í skýjum himins, íklæddan veldi og mikilli dýrð“ (Kenning og sáttmálar 45:44; sjá einnig Postulasagan 1:11). Hvernig breytir sú vitneskja að hann muni koma aftur því sem þið gerið í dag?
© 2024 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, April 2024. Language. 19353 190