Kom, fylg mér 2024
7.–13. október: „Sjá, nú er gleði mín algjör.“ 3. Nefí 17–19


„7.–13. október: ‚Sjá, nú er gleði mín algjör.‘ 3. Nefí 17–19,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„7.–13. október. 3. Nefí 17–19,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Jesús birtist Nefítunum

Ljós ásjónu hans geislaði yfir þá, eftir Gary L. Kapp

7.–13. október: „Sjá, nú er gleði mín algjör“

3. Nefí 17–19

Jesús Kristur hafði rétt áður varið deginum við þjónustu í landi Nægtarbrunns, kennt fagnaðarerindi sitt, látið fólkið sjá og finna sárin á upprisnum líkama sínum og borið vitni um að hann væri hinn fyrirheitni frelsari. Nú var kominn tími til að fara. „Tími minn er í nánd,“ sagði hann (3. Nefí 17:1). Hann var í þann mund að snúa aftur til föður síns og hann vissi að fólkið þurfti tíma til að ígrunda kennslu hans. Hann bauð því mannfjöldanum að fara til síns heima og lofaði að koma aftur daginn eftir. Enginn hélt þó á braut. Fólkið tjáði ekki tilfinningar sínar, en Jesús vissi af þeim: Það vonaði að hann myndi „dvelja örlítið lengur hjá [því]“ (3. Nefí 17:5). Það voru aðrir mikilvægir hlutir sem biðu hans, en að sýna börnum Guðs samúð er alltaf í fyrirrúmi hjá honum. Jesús dvaldi því örlítið lengur. Það sem fylgdi í kjölfarið var ef til vill eitt ljúfasta dæmið um þjónustu sem í ritningunum er skráð. Þeir sem voru viðstaddir gátu einungis sagt það ólýsanlegt (sjá 3. Nefí 17:16–17). Jesús lýsti sjálfur hinni óvæntu andlegu upplifun með þessum einföldu og dásamlegu orðum: „Sjá, nú er gleði mín algjör“ (3. Nefí 17:20).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

3. Nefí 17; 18:24–25, 30–32

Frelsarinn er mér fullkomið fordæmi um þjónustu.

Um 2.500 manns voru viðstaddir þegar frelsarinn birtist, en samt tókst honum að þjóna fólkinu einu af öðru. Hverju takið þið eftir varðandi hvernig hann þjónaði í 3. Nefí 17; 18:24–25, 28–32? Hvaða þarfir uppfyllti hann með þjónustu sinni? Hvaða eiginleikar gerðu þjónustu hans áhrifamikla? Þið gætuð líka hugsað um það hvernig hann þjónar ykkur. Hvernig getið þið fylgt fordæmi hans? (Sjá einnig 3. Nefí 18:24–25 og 28–32.)

Sjá einnig „Jesus Christ Has Compassion and Heals the People“ (myndband), Gospel Library.

3. Nefí 17:13–22; 18:15–25; 19:6–9, 15–36

Frelsarinn kenndi mér hvernig biðjast á fyrir.

Ímyndið ykkur hvernig það væri að hlýða á frelsarann biðja fyrir ykkur. Hvernig myndi slíka upplifun hafa áhrif á það hvernig þið biðjist fyrir? Hugleiðið þetta er þið lærið 3. Nefí 17:13–22; 18:15–25; og 19:6–9, 15–36. Hvað lærið þið af fordæmi og kennslu Jesú Krists um bæn? Íhugið að leita skilnings á því hvernig, hvenær, hvar, fyrir hverjum og hvers vegna við biðjumst fyrir. Hvaða annan skilning hljótið þið af þessum versum?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 10:5.

3. Nefí 18:1–12

trúarskólatákn
Þegar ég meðtek sakramentið get ég fyllst andanum.

Þegar við gerum eitthvað oft getur það orðið venja eða hversdagslegt. Að endingu gerum við það stundum hugsunarlaust. Hvernig getið þið komið í veg fyrir að það gerist með hina vikulegu helgiathöfn sakramentisins? Þegar þið lesið 3. Nefí 18:1–12, hugleiðið þá hvernig þið getið verið andlega „mett“ í hvert sinn sem þið meðtakið sakramentið (sjá einnig 3. Nefí 20:1–9). Hvað er eitthvað af því sem við ættum „ávallt“ að gera, samkvæmt versum 5–7, 11? Þið gætuð líka hugleitt af hverju Jesús sá okkur fyrir helgiathöfn sakramentis – og hvort sakramentið nái fram þessum tilgangi í lífi ykkar. Af hverju er sakramentið ykkur heilagt?

Í boðskap sínum „Hafa hann ætíð í huga“ (Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, febrúar 2018), lagði Henry B. Eyring forseti fram „þrjár ábendingar um hvað þið getið hugsað um í hverri viku meðan þið veitið viðtöku hinum helgu táknum sakramentisins.“ Hvað stendur upp úr varðandi ábendingar hans? Hvað getið þið gert til að bæta tilbeiðslu ykkar í sakramentinu og alla vikuna?

Hvað annað getið þið gert til að tilbeiðslan sé djúpstæðari? Þið gætuð spurt ykkur sjálf spurninga eins og þessar: „Hvernig hefur fórn frelsarans áhrif á daglegt líf mitt?“ „Hvað er ég að gera vel sem lærisveinn hans og hvað get ég bætt?“

Sjá einnig Matteus 26:26–28; Jeffrey R. Holland, „Sjá, Guðslambið,“ aðalráðstefna, apríl 2019; „Vér heiðrum Jesú heilagt nafn,“ Sálmar, nr. 62; „Jesus Christ Introduces the Sacrament“ (myndband), Gospel Library; Leiðarvísir að ritningunum, „Sakramenti,“ Gospel Library.

Gefið tíma til ígrundunar. Stundum verður ritningarnám lestur, bæn og ígrundun í bland. Þegar þið gefið ykkur kyrrláta stund til að ígrunda og tala við Guð um það sem þið lærið, getur kraftur orðs hans aukist í lífi ykkar.

3. Nefí 18:22–25

Ég get „haldið á lofti“ ljósi Jesú Krists.

Setjum sem svo að þið ættuð vin sem vissi ekkert um Jesú Krist nema að þið væruð meðal fylgjenda hans. Hvað myndi vinur ykkar álykta um hann, byggt á gjörðum ykkar? Hver finnst ykkur vera merking þess að „halda ljósi ykkar á loft, til að það lýsi heiminum“? (3. Nefí 18:24). Hvaða fleiri boð setti frelsarinn fram í 3. Nefí 18:22–25 sem hjálpa ykkur að halda þessu ljósi á lofti?

Sjá einnig Bonnie H. Cordon, „Til þess að hún sjái,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

3. Nefí 18:36–37; 19:6–22

Lærisveinar Jesú Krists leita gjafar heilags anda.

Hugsið síðustu bænir ykkar. Hvað kenna bænir ykkar um dýpstu þrár ykkar? Þegar mannfjöldinn hafði varið heilum degi í návist frelsarans, bað hann „um það, sem þeir þráðu heitast“ – gjöf heilags anda (3. Nefí 19:9). Af hverju er gjöf heilags anda svo eftirsóknarverð? Þegar þið lesið þessi ritningarvers, hugleiðið þá eigin þrá eftir samfélagi heilags anda. Hvernig getið þið einlæglega leitað þessa samfélags?

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

3. Nefí 17:7, 20–25

Frelsarinn elskar öll börn himnesks föður.

  • Þið gætuð notað mynd eins og þær sem fylgja þessum lexíudrögum eða myndbandið „Jesus Christ Prays and Angels Minister to the Children“ (Gospel Library) til að hjálpa börnum ykkar að sjá fyrir sér frásögnina í 3. Nefí 17. Íhugið að lesa orðtök eða vers í 3. Nefí 17 þar sem áhersla er lögð á elsku frelsarans til fólksins (til að mynda vers 7 og 20–25). Börn ykkar gætu síðan teiknað mynd af sér með Jesú. Þegar þau gera það, skulið þið hjálpa þeim að hugsa um það hvernig Jesús hefur sýnt þeim kærleika sinn.

Jesús blessar börnin

Lítið á börn yðar, eftir Gary L. Kapp

3. Nefí 18:1–12

Ég get hugsað um Jesú er ég meðtek sakramentið.

  • Þið gætuð ef til vill boðið börnum ykkar að segja ykkur hvað gerist meðan á sakramentinu stendur. Þið gætuð síðan lesið 3. Nefí 18:1–12 og beðið börn ykkar að rétta upp hönd þegar þau heyra eitthvað sem svipar til þess sem við gerum í dag. Hvers vill Jesús Kristur að við minnumst eða hugsum um meðan á sakramentinu stendur? (sjá 3. Nefí 18:7, 11).

3. Nefí 18:15–24; 19:6–9, 15–36

Jesús kenndi mér að biðjast fyrir.

  • Að syngja saman söng um bæn, svo sem „Bæn barns“ (Barnasöngbókin, 6), er tilvalið til að hjálpa börnum ykkar að íhuga ástæður þess að við biðjumst fyrir. Þið og börn ykkar gætuð síðan lesið 3. Nefí 18:18–21 og rætt um það sem Jesús kenndi um bæn. Að bjóða börnum ykkar að segja ykkur frá því hvernig þeim líður þegar þau biðjast fyrir, gæti auðveldað þeim að gefa vitnisburð sinn um bænina.

  • Það gæti verið gaman fyrir börn ykkar að fara í leiðangur í leit að einhverjum dýrmætum blessunum bænar. Þið gætuð skrifað eftirfarandi ritningartilvísanir á blöð og falið þau: 3. Nefí 18:15; 3. Nefí 18:20; 3. Nefí 18:21; 3. Nefí 19:9; og 3. Nefí 19:23. Börn ykkar gætu síðan leitað að blöðunum og lesið versin til að gæta að því sem Jesús eða postular hans kenndu um bænina.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Englar umhverfis Jesú og börn Nefítanna

Englar þjónuðu þeim, eftir Walter Rane.