Kom, fylg mér
7.–13. desember. Moróní 7–9: „Megi Kristur lyfta þér upp“


„7.–13. desember. Moróní 7–9: ,Megi Kristur lyfta þér upp,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„7.–13. desember. Mormón 7–9,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Moróní ritar á gulltöflur

Minerva K. Teichert (1888–1976), Moróní: Síðasti Nefítinn, 1949–1951, olíumálverk, 34¾ x 47 tommur. Listasafn Brigham Young háskóla, 1969.

7.–13. desember

Moróní 7–9

„Megi Kristur lyfta þér upp“

Þegar þið lærið Moróní 7–9, hlustið þá á hughrif heilags anda og skráið það sem hann segir ykkur. Hann getur bæði kennt ykkur það sem þið þurfið að vita og gera.

Skráið hughrif ykkar

Áður en Moróní lauk við heimildina, sem við þekkjum sem Mormónsbók á okkar tíma, með eigin lokaorðum, þá ritaði hann þríþættan boðskap frá föður sínum, Mormón: Ávarp til hinna „friðsömu [fylgjenda] Krists“ (Moróní 7:3) og tvö bréf sem Mormón hafði skrifað til Morónís. Ef til vill hafði Moróní þennan boðskap með í Mormónsbók, því hann sá fyrir álíka ógnir á okkar tíma og voru á hans tíma. Þegar þessi orð voru rituð, voru Nefítarnir sem þjóð á hraðri leið í fráhvarf. Margir þeirra höfðu „glatað elsku sinni hver til annars“ og höfðu unun af „öllu öðru en því, sem gott er“ (Moróní 9:5, 19). Mormón fann samt ástæðu til vonar – og kenndi okkur að í von felist ekki að leiða hjá sér vanda heimsins eða vera einfaldur gagnvart honum; í henni felist trú á himneskan föður og Jesú Krist, en máttur þeirra er meiri og varanlegri en slíkur vandi. Í henni felst að „[tileinka sér] allt, sem gott er“ (Moróní 7:19). Í henni felst að láta friðþægingu Jesú Krists „og [vonina] um dýrð hans og eilíft líf hvíla í huga [ykkar] að eilífu“ (Moróní 9:25). Í henni felst, allt fram að síðari komu Krists, að við látum aldrei af því „[verki sem við höfum] að vinna, svo að við fáum sigrað óvin alls réttlætis“ (Moróní 9:6).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Moróní 7:12–20

Ljós Krists gerir mér kleift að greina á milli góðs og ills.

Heimur okkar tíma er fylltur allskyns skilaboðum; hvernig getum við vitað hver eru rétt og hver eru röng? Orð Mormóns í Moróní 7 veita okkur nokkrar reglur sem við getum farið eftir til að „dæma ekki ranglega“ (Moróní 7:18). Þegar þið lærið Moróní 7:12–20, gætið þá að sannleika sem getur auðveldað ykkur að vita hvað færir ykkur nær Guði og hvað ekki. Þið gætuð notað þann sannleika til að meta skilaboðin sem berast ykkur og upplifanir ykkar í þessari viku og ákveða hvort þau bjóði og hvetji ykkur til að gera gott eða ekki (sjá Moróní 7:13).

Sjá einnig „Judging Others [Dæma aðra],“ Gospel Topics [Trúarlegt efni], topics.ChurchofJesusChrist.org; Leiðarvísir að ritningunum, „Ljós, ljós Krists.“

Moróní 7:20–48

Fyrir trú á Krist get ég „[tileinkað mér] allt, sem gott er.“

Eftir að Mormón hafði kennt hvernig greina skuli á milli góðs og ills, spurði hann spurningar sem virðist eiga við um okkar tíma: „Hvernig er yður mögulegt að höndla allt, sem gott er?“ – einkum þegar freistingar óvinarins eru svo lokkandi (Moróní 7:20). Svar Mormóns má finna hvarvetna það sem eftir er 7. kapítula. Þegar þið lesið vers 20–48, gætið þá að sannleika sem gerir ykkur kleift að bera kennsl á „allt, sem gott er“ og þið fáið notið sökum Jesú Krists. Hvernig getið þið leitað þess sem gott er með því að trú á hann? Hvernig getið þið „[tileinkað]“ ykkur meira sem gott er?

Sjá einnig Trúaratriðin 1:13.

Moróní 7:44–48

„Kærleikurinn er hin hreina ást Krists.“

Dallin H. Oaks forseti sagði: „Ástæða þess að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi og er jafnvel æðri mikilvægasta góðverki, … er sá að ,hin hreina ást Krists‘ (Moróní 7:47), er ekki verk, heldur skilyrði eða tilveruástand. … Kærleikur er eitthvað sem menn tileinka sér“ („The Challenge to Become,“ Ensign, nóv. 2000, 34). Þegar þið lesið Moróní 7:44–48, íhugið þá lýsingu Mormóns á kærleika og hlustið á hughrif heilags anda; hann getur hjálpað ykkur að finna leiðir til að bæta ykkur. Afhverju þurfum við trú og von til að meðtaka gjöf kærleika?

Moróní 9:9

Er hægt að svipta mig skírlífi og dyggð?

Lýsing Mormóns á hinum hræðilegu syndum Nefítanna, hefur fengið suma til að álykta ranglega að fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar hafi brotið skírlífislögmálið. Öldungur Richard G. Scott útskýrði að svo væri ekki. Hann kenndi: „Ég ber hátíðlega vitni um að þegar aðrir særa ykkur skelfilega með ofbeldi, ónáttúru eða sifjaspelli, gegn vilja ykkar sjálfra, þá eruð þið ekki ábyrg og megið ekki finna til sektar“ („Healing the Tragic Scars of Abuse,“ Ensign, maí 1992, 32).

Moróní 9:25–26

Ég get átt von í Kristi, burt séð frá eigin aðstæðum.

Mormón hvatti son sinn til að láta ekki hugfallast, eftir að hann hafði lýst ranglætinu sem hann hafði séð. Hvað vekur áhuga ykkar á boðskap Mormóns um von? Hver er merking þess fyrir ykkur að Kristur muni „lyfta [ykkur] upp“? Hvaða eiginleikar Krists og reglur fagnaðarerindis hans „hvíla í huga [ykkar]“ og vekja ykkur von? (Moróní 9:25).

Sjá einnig Dieter F. Uchtdorf, „Vonarljós Guðs,“ aðalráðstefna, apríl 2013.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Moróní 7:5–11

Afhverju er mikilvægt að gera hið rétta af réttum ástæðum, samkvæmt Moróní 7:5–11? Hvernig getum við vitað hvort við biðjum og hlítum boðorðum Guðs af „einlægum ásetningi“? (vers 6).

Moróní 7:12–19

Hvernig getur leiðsögn Mormóns hjálpað við að taka góðar ákvarðanir varðandi hvernig og með hverjum við verjum tíma okkar? Þið gætuð beðið fjölskyldumeðlimi að leita á heimili ykkar þess sem þau geta „[tileinkað sér]“ (Moróní 7:19) eða „[höndlað],“ það sem „hvetur og lokkar til góðs og til að elska Guð og þjóna honum“ (Moróní 7:13). Hrósið þeim fyrir það góða sem þau finna.

Moróní 7:29

Fjölskyldumeðlimir gætu rætt um kraftaverk, eftir lestur þessara versa, sem þau hafa verið vitni að eða þegar þau hafa séð hönd Guðs í lífi þeirra á annan hátt.

Moróní 8:5–26

Hvað var það sem Nefítarnir misskildu varðandi friðþægingu Jesú Krists, þegar þeir skírðu lítil börn? Hvað lærum við um friðþæginguna af kenningum Mormóns?

Moróní 8:16–17

Hvað felst í því að búa að „[fullkominni elsku]“? Hvernig gerir hún okkur mögulegt að sigrast á ótta? Hvernig hjálpar hún okkur að kenna sannleika af hugdirfsku? Hvernig tileinkum við okkur hana?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Notið tónlist til að laða að andann og kenna kenningu. „Í tónlistinni felst ótakmarkaður kraftur til að auka andlegan styrk [okkar]“ („formáli Æðsta forsætisráðsins,“ Sálmar, x). Söngur um elsku, líkt og „Elskið hver annan,“ Sálmar“ (Sálmar, nr. 117), gæti hvatt til fjölskylduumræðna um kærleika í Moróní 7:44–48.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Mynd af Kristi, frelsaranum, eftir Heinrich Hofmann

Prenta