Kom, fylg mér
30. nóvember – 6. desember. Moróní 1–6: „Halda þeim á réttri braut“


„30. nóvember – 6. desember. Moróní 1–6: ,Halda þeim á réttri braut,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„30. nóvember – 6. desember. Moróní 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Alma skírir fólk í Mormónsvötnum

Minerva K. Teichert (1888–1976), Alma skírir í Mormónsvötnum, 1949-1951, olía á masonítplötu, 35⅞ x 48 tommur. Listasafn Brigham Young háskóla, 1969.

30. nóvember – 6. desember

Moróní 1–6

„Halda þeim á réttri braut“

Moróní ritaði í þeirri von að það yrði „einhvers virði síðar meir“ (Moróní 1:4). Hvað finnið þið í Moróní 1–6 sem er ykkur mikils virði? Skrifið það sem þið uppgötvið og íhugið að miðla því einhverjum sem gæti líka fundist það mikils virði?

Skráið hughrif ykkar

Eftir að Moróní hafði lokið við heimild föður síns um Nefítanna og gert útdrátt úr heimild Jaredítanna, taldi hann í fyrstu að ritverki sínu væri lokið (sjá Moróní 1:1). Hvað annað var hægt að segja um tvö þjóðarbrot sem voru horfin af yfirborði jarðar? Moróní hafði þó séð okkar tíma (sjá Mormón 8:35) og var blásið í brjóst að „rita … nokkuð til viðbótar, … í þeirri von, að það gæti orðið … einhvers virði síðar meir“ (Moróní 1:4). Hann vissi að allsherjar fráhvarf var í vændum, sem fæli í sér ringulreið um helgiathafnir prestdæmisins og almennra trúarbragða. Þetta gætu verið ástæður þess að hann ritaði ítarlegar skýringar um sakramentið, skírnina, veitingu gjafar heilags anda og blessanir þess að koma saman með trúsystkinum, til að „halda [hvert öðru] á réttri braut, … og [treysta] einvörðungu á verðleika Krists, sem upphóf og fullnaði trú [okkar]“ (Moróní 6:4). Slíkur dýrmætur skilningur veitir okkur ástæðu til að vera þakklát fyrir að Drottinn hlífði lífi Morónís, svo hann mætti „rita … nokkuð til viðbótar“ (Moróní 1:4).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Moróní 1

Lærisveinar Jesú Krists verða áfram trúfastir, þrátt fyrir mótlæti.

Sumir eiga auðveldar með að vera trúfastir á tíma þæginda og hægðar. Lærisveinar Jesú Krists verða þó að vera trúfastir, jafnvel þegar þrautir og þrengingar kveða dyra. Hvað vekur ykkur hrifningu við lestur Morónís 1, varðandi trúfesti Morónís við Drottin og köllun sína? Hvernig getið þið fylgt fordæmi hans?

Moróní 2–6

Framkvæmd helgiathafna prestdæmisins verður að vera að boðum Drottins.

Í jarðneskri þjónustu sinni tók frelsarinn á móti helgiathöfnum og þjónustaði þær, svo sem skírn (sjá Matteus 3:13–17; Þýðing Josephs Smith, Jóhannes 4:1–3 [í Bible appendix]), prestdæmisvígslur (sjá Markús 3:13–19) og sakramentið (sjá Matteus 26:26–28). Margir á okkar tíma vita þó ekki hvernig framkvæma á helgiathafnir, sökum fráhvarfsins mikla – og jafnvel hvort í raun sé þörf á þeim. Í Moróní 2–6 veitir Moróní mikilvægar upplýsingar um ákveðnar helgiathafnir prestdæmisins, sem útskýra nokkuð af þessari óvissu. Hvaða hugsanir berast er þið lærið um helgiathafnirnar í þessum kapítulum? Hér á eftir eru spurningar sem þið gætuð spurt til að auðvelda námið:

Staðfesting (Moróní 2; 6:4).Hvað kenna fyrirmæli frelsarans í Moróní 2:2 ykkur um helgiathöfn staðfestingar? Hverja teljið þið vera merkingu orðanna „kraftur heilags anda hafði haft áhrif á þá og hreinsað“? (Moróní 6:4).

Prestdæmisvígslur (Moróní 3).Hvað finnið þið í þessum kapítula sem gæti hjálpað einhverjum sem býr sig undir að vígjast prestdæminu? Hvað finnið þið sem gæti hjálpað einhverjum að framkvæma vígslu?

Sakramentið (Moróní 4–5; 6:6).Gætið að loforðunum í sakramentisbænunum (sjá Moróní 4:3; 5:2) og íhugið hvað þið gerið til að halda loforð ykkar. Hvað getið þið gert til að stuðla að auknum áhrifum andans þegar þið meðtakið sakramentið?

Skírn (Moróní 6:1–3).Hvað getið þið gert til að uppfylla þau skilyrði skírnar sem gefin eru í þessum versum, jafnvel eftir skírn ykkar? Hvað segja þessi vers ykkur um merkingu þess að vera meðlimur kirkju Jesú Krists?

Hvernig mun það sem þið hafið lært breyta viðhorfi ykkar til þátttöku í þessum helgiathöfnum eða hvernig þið undirbúið aðra fyrir þær. Afhverju er mikilvægt að þessar helgiathafnir séu „[þjónustaðar] … í samræmi við boðorð Krists“? (Moróní 4:1).

Sjá einnig „Helgiathafnir,“ Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/ordinances?lang=isl.

Ljósmynd
ung kona er blessuð

Jesús kenndi hvernig framkvæma á helgiathafnir.

Moróní 6:4–9

Lærisveinar Jesú Krists líta til með velferð sálar hver annars.

Þótt satt sé að við „[vinnum öll að eigin] sáluhjálp“ (Mormón 9:27), þá kenndi Moróní líka að ef við „[kæmum] oft saman“ með trúsystkinum, myndi það hjálpa okkur að vera „á réttri braut“ (Moróní 6:4–5). Þegar þið lesið Moróní 6:4–9, ígrundið þá blessanirnar sem hljótast af því að „[teljast] meðal þeirra, sem [tilheyra] kirkju Krists“ (Moróní 6:4). Hvernig getið þið stuðlað að því að upplifun ykkar og annarra í kirkju verði líkari þeirri sem Moróní lýsir, hvort sem þið eruð leiðtogar eða þátttakendur?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Moróní 1; Moróní 6:3

Hvað felst í því að „afneita Kristi“? (Moróní 1:2–3). Hvernig getum við sýnt að við séum „[ákveðin í að] þjóna honum allt til enda“? (Moróní 6:3). Miðlið dæmum um fólk sem þið þekkið, sem er ákveðið í að þjóna honum.

Moróní 4:3; Moróní 5:2

Að lesa sakramentisbænirnar saman sem fjölskylda, gæti leitt til umræðna um aukna lotningu varðandi sakramentið. Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir rætt orðtök í bænunum, sem eru þeim einkar mikilvæg. Þeir gætu líka skráð hugsanir sínar um þessi orðtök eða teiknað mynd sem auðveldar þeim að hugsa um frelsarann. Þeir gætu komið með það sem þau skrifuðu eða teiknuðu á sakramentissamkomu, til að auðvelda þeim að beina hugsunum sínum að honum. Segið fjölskyldu ykkar hvað ykkur finnst um sakramentið og fórn frelsarans.

Moróní 6:1–4

Hver er merking þess að hafa „sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda“? (Moróní 6:2). Hvernig hjálpar þetta að búa okkur undir skírn? Hvernig gæti þetta hjálpað eftir skírn okkar?

Moróní 6:4–9

Hverjar eru sumar blessana þess að „[teljast] meðal þeirra, sem [tilheyra] kirkju Krists“? (Moróní 6:4). Af hverju þörfnumst við kirkjunnar?

Moróní 6:8

Hvað kennir þetta vers um lotningu? Hver er merking þess að biðjast „einlæglega“ fyrirgefningar? (Moróní 6:8). Íhugið að syngja söng um fyrirgefningu, t.d. „Hjálpa mér faðir“ (Barnasöngbókin, 52).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Finnið vísbendingar um elsku Guðs. M. Russell Ballard forseti kenndi: „Fagnaðarerindið er fagnaðarerindi elsku – elsku til Guðs og elsku til hver annars“ („God’s Love for His Children,“ Ensign, maí 1988, 59). Íhugið, við lestur ritninganna, að gæta að eða merkja við vísbendingar um elsku Guðs til ykkar og allra barna hans.

Ljósmynd
Moróní í felum í helli

Moróní í helli, eftir Jorge Cocco

Prenta