Kom, fylg mér
23.–29. nóvember. Eter 12–15: „Fyrir trú [uppfyllast] allir hlutir“


„23.–29. nóvember. Eter 12–15: ,Fyrir trú [uppfyllast] allir hlutir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„23.–29. nóvember. Eter 12–15,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Eter á leið inn í helli

Eter felur sig í helli, eftir Gary Ernest Smith

23.–29. nóvember

Eter 12–15

„Fyrir trú [uppfyllast] allir hlutir“

Að skrá hughrif, getur stuðlað að enn frekari opinberun og styrkt vitnisburð ykkar. Það mun líka auðvelda ykkur að muna eftir hughrifum ykkar og miðla þeim öðrum.

Skráið hughrif ykkar

Spádómar Eters til Jaredítanna voru „[miklir og undursamlegir]“ (Eter 12:5). Hann „sagði þjóðinni vissulega frá öllu, allt frá upphafi mannsins“ (Eter 13:2). Hann sá fyrir „daga Krists“ og Nýju Jerúsalem á síðari dögum (Eter 13:4). Hann ritaði líka um „[von] eftir betri heimi, já, jafnvel [samastað] til hægri handar Guði“ (Eter 12:4). Jaredítarnir höfnuðu þó orðum hans, af sömu ástæðu og fólk hafnar oft spádómum þjóna Guðs á okkar tíma – „það [sér] þá ekki“ (Eter 12:5). Það þarf trú til að reiða sig á loforð eða aðvaranir um hluti sem við fáum ekki séð, á sama hátt og Eter þurfti að sýna trú til að spá um „ mikla og undursamlega hluti,“ fyrir fólki sem ekki trúði. Moróní þurfti að sýna trú til að treysta að Drottinn myndi gera „vangetu [hans] við að skrifa“ að styrkleika (sjá Eter 12:23–27). Það er slík trú sem „gjörir [menn] örugga og trúfasta og ætíð ríka af góðum verkum, Guði til dýrðar“ (Eter 12:4). Fyrir slíka trú „[uppfyllast] allir hlutir“ (Eter 12:3).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Eter 12

Trú á Jesú Krist getur leitt til máttugra kraftaverka.

Margir á okkar tíma, líkt og átti við um Jaredítana á tíma Eters, vilja sjá sannanir áður en þeir munu trúa á Guð og mátt hans. Moróní kenndi hins vegar að „trú er von um það, sem ekki er unnt að sjá“ og að þið „fáið engan vitnisburð fyrr en eftir að reynt hefur á trú yðar“ (Eter 12:6).

Staldrið við í hvert sinn sem þið finnið orðið „trú“ í Eter 12 og skráið það sem þið lærðuð um trú. Leitið svara við spurningum sem þessum: Hvað er trú? Hverjir eru ávextir trúarlegs lífs? Þið gætuð líka skráð hugsanir ykkar um vitnisburði sem þið hafið hlotið „eftir að reynt hefur á trú [ykkar]“ (Eter 12:6).

Sjá einnig Hebreabréfið 11; Alma 32.

Eter 12:1–9, 28, 32

Jesús veitir okkur „glæstari von.“

Auk þess að veita djúpan skilning á trú, þá er margt sagt um von í Eter 12 – og þið gætuð ef til vill staldrað við í hvert sinn sem orðið „von“ kemur fyrir. Hvaða þýðingu hefur von fyrir ykkur? Hvaða ástæður fengu Eter til að „vonast eftir betri heimi“? (sjá Eter 12:2–5). Hvernig hefur fagnaðarerindi Jesú Krists veitt ykkur „glæstari von“? (Eter 12:32).

Sjá einnig Moróní 7:40–41; Dieter F. Uchtdorf, „Hinn takmarkalausi lækningamáttur vonarinnar,“ aðalráðstefna, október 2008; Boða fagnaðarerindi mitt, 117.

Eter 12:23–29

Jesús Kristur getur gert hið veika að styrk.

Þegar við lesum máttugt ritverk Morónís, getum við auðveldlega gleymt því að hann hafði áhyggjur af „vangetu [sinni] við að skrifa“ og óttaðist að fólk hæddist að orðum sínum (sjá Eter 12:23–25). Guð lofaði hins vegar að hann myndi „láta hið veika verða styrk“ hinna auðmjúku (vers 27) og hinn andlegi kraftur orða Morónís er sannfærandi sönnun um að Drottinn uppfyllir loforð sín.

Ígrundið við lestur Eters 12:23–29 hvenær Guð hefur hjálpað ykkur að sjá veikleika ykkar og styrkt ykkur, þrátt fyrir þá. Ef til vill er þetta líka góður tími til að hugsa um þá veikleika sem þið eigið nú erfitt með. Hvað finnst ykkur þið þurfa að gera til að auðmýkja ykkur frammi fyrir Drottni og sýna trú til að taka á móti loforði hans um að „láta hið veika verða styrk.“? (Eter 12:27).

Eftirfarandi orð öldungs Neals A. Maxwell geta verið gagnleg við íhugun þessara versa: „Þegar við lesum í ritningunum um ,veikleika‘ manna, felst í því hugtaki … eðlislægur veikleiki almenns mannlegs ástands, þar sem holdið hefur stöðug áhrif á andann (sjá Eter 12:28–29). Veikleiki felur sömuleiðis í sér okkar sérstöku persónulegu veikleika, sem okkur er ætlað að sigrast á (sjá Kenning og sáttmálar 66:3; Jakob 4:7)“ (Lord, Increase Our Faith [1994], 84).

Sjá einnig „Náð,“ Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/grace?lang=isl.

Eter 13:13–22; 14–15

Að hafna spámönnunum, veldur andlegri hættu.

Að vera konungur Jaredítanna, var sögulega séð hættuleg staða. Það átti einkum við um Kóríantumr, því margir „voldugir menn … reyndu … að tortíma honum“ (Eter 13:15–16). Gætið að því í Eter 13:15–22 hvað Kóríantumr gerði sér til varnar og hvað spámaðurinn Eter ráðlagði honum að gera þess í stað. Íhugið afleiðingarnar þess að hafna spámönnunum við lestur það sem eftir er af Bók Enosar. Hvað varð um fólkið þegar „andi Drottins [hætti] að takast á við fólkið“? (Eter 15:19).

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Eter 12:7–22

Þegar þið lesið þessi vers saman, gætuð þið sagt frá einhverjum innblásnum dæmum um trú sem þið hafið lesið um í Mormónsbók. Það gæti leitt til umræðna um trúarfordæmi í ættarsögu ykkar eða úr eigin lífi – íhugið að skrá þær upplifanir, ef þið hafið ekki þegar gert það.

Eter 12:27

Afhverju gefur Drottinn okkur veikleika? Hvað þurfum við að gera til að láta „hið veika verða styrk“? Hvað gerir frelsarinn til þess?

Eter 12:41

Er til skemmtileg leið til að kenna kenna börnum ykkar að „leita … Jesú“? Ein leið gæti verið að fela mynd af Jesú og biðja fjölskyldumeðlimi að „leita“ að myndinni og finna hana. Hvernig leitum við Jesú og hvernig erum við blessuð þegar við finnum hann?

Eter 13:13–14; 15:19, 33–34

Það gæti verið áhugavert fyrir fjölskyldumeðlimi ykkar að bera saman upplifun Eters við upplifanir Mormóns og Morónís (sjá Mormón 6; 8:1–10). Hvernig svipar þeim til hvers annars? Hvernig svipar vegi Nefítanna til tortímingar til vegs Jaredítanna? (berið saman Eter 15:19 og Moróní 8:28). Hvaða sannleika lærum við sem getur hjálpað okkur að forðast örlög þeirra?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Hvetjið til spurninga. Börn eru forvitin að eðlisfari. Stundum gætuð þið séð spurningar þeirra sem truflun við það sem þið reynið að kenna. Sjáið þess í stað spurningar sem tækifæri. Þær eru vísbending um að börn séu fús til að læra – þær veita innsýn í hugarheim barnanna og hvað þeim finnst um það sem þau læra (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 25–26).

Ljósmynd
Eter krjúpandi við hellisop

Undursamlegir voru spádómar Eters, eftir Walter Rane

Prenta