Kom, fylg mér
2.–8. nóvember. Mormón 7–9: „Ég ávarpa yður eins og væruð þér nærstaddir“


„2.–8. nóvember. Mormón 7–9: ‚Ég ávarpa yður eins og væruð þér nærstaddir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„2.–8. nóvember. Mormón 7-9,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Moróní ritar á gulltöflur

Moróní ritar á gulltöflur, eftir Dale Kilborn

2.–8. nóvember

Mormón 7–9

„Ég ávarpa yður eins og væruð þér nærstaddir“

Mormón og Moróní báru trú til þess að heimild þeirra yrði þeim til innblásturs sem lifðu á síðari dögum. Þegar þið lesið Mormón 7–9, skrifið þá þau hughrif sem berast um hvernig þið getið tileinkað ykkur það sem þið lærið.

Skráið hughrif ykkar

Mormón og Moróní vissu hvernig það er að vera einsamall í ranglátum heimi. Moróní hlýtur að hafa verið einkar einmana eftir að faðir hans dó í bardaga og Nefítunum hafði verið tortímt. „Ég er aðeins einn eftir,“ ritaði hann. „Ég á hvorki vini né stað til að fara á“ (Mormón 8:3, 5). Ástandið kann að hafa virst vonlaust, en Moróní fann von í vitnisburði sínum um frelsarann og vitneskjunni um að „eilífðaráform Drottins munu halda áfram“ (Mormón 8:22). Moróní vissi líka að Mormónsbók myndi gegna lykilhlutverki í þessu eilífðaráformi – heimildin sem hann var nú að ljúka við af kostgæfni, heimildin sem dag einn myndi „ljóma úr myrkrinu“ og leiða marga „til þekkingar á Kristi“ (Mormón 8:16; 9:36). Trú Morónís á þessi fyrirheit gerði honum mögulegt að lýsa yfir fyrir framtíðarlesendum þessarar bókar: „Ég ávarpa yður eins og væruð þér nærstaddir“ og „ég veit, að orð mín munu berast yður“ (Mormón 8:35; 9:30). Nú höfum við vissulega orð hans og verki Drottins er að miða áfram, að hluta vegna þess að Mormón og Moróní voru trúfastir hlutverki sínu, jafnvel þegar þeir voru einir eftir.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Mormón 7

Ég verð að trúa á Jesú Krist og „[taka] á móti“ fagnaðarerindi hans.

Síðustu skráðu orðum Mormóns í Mormón 7, er beint til afkomenda Lamaníta á síðari dögum, en þau geyma sannleika sem ætlaður er okkur öllum. Hvað kennir boðskapur Mormóns ykkur um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans? Afhverju gæti Mormón hafa valið þennan boðskap til að ljúka heimild sinni?

Mormón 7:8–10; 8:12–22; 9:31–37

Virði Mormónsbókar er mikið.

Russell M. Nelson forseti spurði: Ef ykkur væri boðnir demantar og rúbínar eða Mormónsbók, hvort mynduð þið velja? Af fullri hreinskilni, hvort er ykkur dýrmætara?“ („Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?aðalráðstefna, október 2017.

Mormón og Moróní vissu að heimildin sem þeir héldu yrði mikils virði á okkar tíma, svo þeir færðu miklar fórnir við að undirbúa og vernda hana. Þegar þið lesið Mormón 7:8–10; 8:12–22; og 9:31–37, ígrundið þá afhverju heimildin er af slíku virði fyrir okkar tíma. Þið gætuð hlotið frekari skilning í 1. Nefí 13:38–41; 2. Nefí 3:11–12; og Kenning og sáttmálar 33:16; 42:12–13. Hvaða upplifanir hafa staðfest fyrir ykkur mikilsvirði Mormónsbókar?

Eintök af Mormónsbók á mismunandi tungumálum

Ritverk spámanna Mormónsbókar er ætlað okkur.

Mormón 8:26–41; 9:1–30

Mormónsbók var rituð fyrir okkar tíma.

Jesús Kristur sýndi Moróní aðstæður okkar tíma þegar Mormónsbók kæmi fram (sjá Mormón 8:34–35) og það sem Moróní sá knúði hann til að gefa áræðnar aðvaranir fyrir okkar tíma. Þegar þið lesið Mormón 8:26–41 og 9:1–30, ígrundið þá hvort einhverjar vísbendingar séu um slíkt viðhorf og atferli í ykkar lífi. Hvað gætuð þið gert öðruvísi?

Boðskapur Morónís í Mormón 9:1–30 er til dæmis andsvar við þeirri útbreiddu vantrú á Jesú Krist sem hann sá á okkar tíma. Íhugið að skrá það sem þið lærðuð af orðum hans um eftirtalið:

  • Afleiðingar þess að trúa ekki á Jesú Krist (vers 1–626)

  • Mikilvægi þess að trúa á Guð opinberana og kraftaverka (vers 7–20)

  • Leiðsögn Morónís fyrir okkur (vers 21–30)

Hvað lærið þið af Moróní sem getur hjálpað ykkur að leiða aðra nær himneskum föður og Jesú Kristi?

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Mormón 7:5–7, 10; 9:11–14

Hvað kenna þessi vers okkur um áætlun himnesks föður og ástæðu þess að við þörfnumst frelsara?

Mormón 7:8–10

Hvað höfum við lært í Mormónsbókarnámi okkar á þessu ári, sem hefur styrkt trú okkar á Biblíuna? Þið gætuð, til að hefja umræður, lesið saman einhver ritningarvers í Mormónsbók og Biblíunni, sem kenna álíka hluti, eins og Alma 7:11–13 og Jesaja 53:3–5 eða 3. Nefí 15:16–24 og Jóhannes 10:16.

Mormón 8:1–9

Hvernig gæti það hafa verið að vera einn eins og Moróní var? Hvað vekur áhuga okkar varðandi verkið sem hann áorkaði?

Mormón 8:12, 17–21; 9:31

Íhugið að lesa þessi vers saman sem fjölskylda og síðan lesa eftirfarandi orð öldungs Jeffreys R. Holland: „Guð [hefur] aðeins unnið með ófullkomnu fólki, að frátöldum sínum fullkomna eingetna syni. … Þegar þið sjáið ófullkomleika, hafið þá í huga að sú takmörkun tengist ekki guðleika þessa verks“ („Ég trúi,“ aðalráðstefna, apríl 2013). Afhverju er áhættusamt að einblína á ófullkomleika annarra, þar með talið þeirra sem rituðu Mormónsbók?

Mormón 8:36–38

Hver er merking þess að taka á sig nafn Jesú Krists? Afhverju gætu sumir fyrirvarið sig fyrir að taka á sig nafn Jesú Krists? Hvernig getum við verið hugdjörf í vitnisburði okkar um frelsarann?

Mormón 9:16–24

Ákveðin efni eru nauðsynleg til að gera vísindalegar tilraunir eða nota uppskrift að árangri. Íhugið að gera tilraun saman sem fjölskylda eða nota eftirlætis uppskriftina ykkar, áður en þið lesið Mormón 9:16–24. Þegar þið lesið versin (einkum vers 20–21), gætið þá að nauðsynlegu „efni“ sem gerir kraftaverk möguleg. Hvaða kraftaverk getum við séð í heiminum umhverfis og í fjölskyldu okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Vitnið í opinbert efni kirkjunnar. Ef þið hafið trúarlegar spurningar, þá er best að nota bæn, ritningarnar, orð lifandi spámanna og annað útgefið efni kirkjunnar (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 17–18, 23–24).

Mormón gerir útdrátt af gulltöflunum

Mormón gerir útdrátt af töflunum, eftir Jon McNaughton