Kom, fylg mér
9.–15. nóvember. Eter 1–5: „Sviptið vantrúarhulunni frá“


„9.–15. nóvember. Eter 1–5: ,Sviptið vantrúarhulunni frá,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„9.–15. nóvember. Eter 1–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Jaredítar ferðast í óbyggðunum

Jaredítar fara frá Babel, eftir Albin Veselka

9.–15. nóvember

Eter 1–5

„Sviptið vantrúarhulunni frá“

Bók Eters er heimild um Jaredítana, sem komu í fyrirheitna landið mörgum öldum á undan Nefítunum. Guð innblés Moróní að hafa heimild Eters með í Mormónsbók, vegna gildi hennar fyrir okkar tíma. Að hvaða leyti finnst ykkur hún mikilvæg ykkar lífi?

Skráið hughrif ykkar

Þótt háttur Guðs sé æðri okkar og við ættum ætíð að beygja okkur undir vilja hans, þá hvetur hann okkur líka til að hugsa og framkvæma sjálfstætt. Það var ein lexía sem Jared og bróður hans lærðist. Hugmyndin um að ferðast til nýs lands sem var „öllum öðrum löndum betra,“ virtist eiga uppruna í huga Jareds og Drottinn „hafði samúð,“ lofaði að verða að ósk hans og sagði: „Þetta mun ég gjöra fyrir þig, vegna þess að þú hefur ákallað mig svo lengi“ (sjá Eter 1:38–43). Þegar bróðir Jareds varð síðan ljóst hve dimmt var inni í bátunum, sem áttu að bera þá til fyrirheitna landsins þeirra, þá bauð Drottinn honum að leggja til lausn, með því að spyrja spurningar sem við sjálf spyrjum hann yfirleitt að: „Hvað vilt þú, að ég gjöri?“ (Eter 2:23). Skilaboðin virðast vera sú að við ættum ekki að vænta þess að Guð fyrirskipi okkur í öllu. Við getum miðlað honum hugsunum okkar og hugmyndum og hann mun hlusta og staðfesta eða veita viðeigandi leiðsögn. Stundum er það einungis eigin „[vantrúarhula]“ sem heldur frá okkur þráðum blessunum og ef okkur tekst að „[svipta] vantrúarhulunni frá” (Eter 4:15), þá gætum við undrast yfir því sem Drottinn er fús að gera fyrir okkur.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Eter 1:33–43

Drottinn mun hafa samúð með mér þegar ég ákalla hann.

Í Eter 1:33–43 er sagt frá þremur bænum bróður Jareds. Hvað lærið þið af því hvernig Drottinn bregst við hverri þessara bæna? Hugsið um stundir þar sem þið hafið upplifað samúð Drottins við að ákalla hann í bæn. Þið gætuð viljað skrá slíka upplifun og miðla henni einhverjum sem gæti þarfnast þess að hlýða á vitnisburð ykkar.

Eter 2; 3:1–6; 4:7–15

Ég get hlotið opinberun fyrir eigið líf.

Russell M Nelson forseti sagði: „Ég hvet ykkur eindregið til að auka andlegt atgervi ykkar til að hljóta opinberun. … Ákveðið að takast á við hið andlega verk sem þarf til að fá notið gjafar heilags anda og heyrt betur og oftar rödd andans“ („Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018).

Hvaða sannleik finnið þið þegar þið lærið Eter 2; 3:1–6; og 4:7–15, sem eykur skilning ykkar á því hvernig leita á persónulegrar opinberunar? Þið gætuð merkt með einum lit spurningar og áhyggjuefni bróður Jareds og hvernig hann brást við þeim og með öðrum lit hvernig Drottinn liðsinnti honum og gerði vilja sinn ljósan. Hvað vekur ykkur áhuga varðandi samskipti bróður Jareds við Drottin og hvað lærið þið af þessu um hvernig auka á flæði opinberunar í lífi ykkar?

Eter 2:16–25

Drottinn mun búa mig undir að fara yfir mitt „mikla djúp.“

Jaredítarnir tókust á við mikla áskorun við að komast til fyrirheitna landsins: Að fara yfir „hið mikla djúp“ (Eter 2:25). Orðtakið „hið mikla djúp“ getur verið viðeigandi lýsing á því hvernig okkur finnst raunir okkar og áskoranir vera. Stundum, líkt og átti við um Jaredítana, er eina leiðin fyrir okkur til að framfylgja vilja Guð að fara yfir okkar eigið „mikla djúp.“ Sjáið þið samlíkingar við líf ykkar í Eter 2:16–25? Hvernig hefur Drottinn búið ykkur undir eigin áskoranir? Hvað gæti hann verið að biðja ykkur að gera í dag til að búa ykkur undir það sem hann vill að þið gerið í framtíð?

Eter 3

Ég er skapaður/sköpuð í mynd Guðs.

Bróðir Jareds lærði margt um Guð og sjálfan sig á fjallinu Selem. Hvað lærið þið af Eter 3 um andlegt og líkamlegt eðli Guðs? Hvaða skilning veitir þessi sannleikur ykkur á guðlegu auðkenni og möguleikum ykkar?

Ljósmynd
kona og tvö börn að leika á ströndu

Við erum öll börn Guðs.

Eter 3:6–16

Var bróðir Jareds fyrsti einstaklingurinn til að sjá Drottin?

Guð hafði sýnt sig öðrum spámönnum áður en hann sýndi sig bróður Jared (sjá t.d. HDP Móse 7:4, 59), svo hvers vegna sagði Drottinn við hann: „Aldrei hef ég sýnt mig nokkrum manni“? (Eter 3:15). Öldungur Jeffrey R. Holland lagði til mögulega skýringu: „Kristur var að segja við bróður Jareds: ,Aldrei hef ég sýnt mig nokkrum manni á þennan hátt, að eigin frumkvæði, og einungis fyrir trú sjáandans?‘“ (Kristur og nýi sáttmálinn [1997], 23).

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Eter 1:34–37

Hvað lærið þið af þessum versum um að biðja fyrir öðrum? Hvaða annar sannleikur um bæn er útskýrður í þessum versum?

Eter 2:16–3:6

Hvað kennir fordæmi bróður Jareds um hvernig finna á svör við vandamálum okkar og spurningum? Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir sagt frá upplifunum við að leita og hljóta svör frá Drottni.

Eter 4:11–12

Eftir lestur þessara versa, gætu fjölskyldumeðlimir skrifað á miða nokkra hversdagslega hluti sem hafa áhrif á fjölskyldu ykkar (svo sem kvikmyndir, lög, leiki eða fólk) og sett þá í skál. Þeir gætu síðan skipst á um að draga einn og rætt hvort það sem á þeim er „fær [þá] til að gjöra gott“ Ether 4:12). Hvaða breytingar er fjölskylda ykkar hvött til að gera?

Eter 5

Þið gætuð falið hlut eða góðgæti í kassa og beðið fjölskyldumeðlimi að skoða innihaldið og gefa hinum vísbendingar til hjálpar við að giska á það. Þegar þið lesið saman Eter 5, ræðið þá mikilvægi þess að Drottinn notar vitni í verki sínu. Hvernig getum við gefið öðrum vitnisburð okkar um Mormónsbók?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Verið ætíð viðbúin. „Óformlegar stundir til kennslu koma og fara hratt og því er mikilvægt að grípa tækifærið þegar það gefst. … Ungmenni sem þarf að taka erfiða ákvörðun getur t.d. verið reiðubúið að læra hvernig hljóta á opinberun“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 16).

Ljósmynd
Jesús snertir sextán steina í návist bróður Jareds

Sást þú meira en þetta? eftir Marcus Alan Vincent

Prenta