Kom, fylg mér
16.–22. nóvember. Eter 6–11: „Svo að hið illa verði afnumið“


„16.–22. nóvember. Eter 6–11: ,Svo að hið illa verði afnumið,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„16.–22. nóvember. Eter 6–11,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Jaredítar sigla á sjó

Ég mun færa ykkur aftur upp úr djúpi sjávar, eftir Jonathan Arthur Clarke

16.–22. nóvember

Eter 6–11

„Svo að hið illa verði afnumið“

Mormón ritaði um heimild Jaredítanna og sagði: „Æskilegt er, að öllum verði kunnugt um þá hluti, sem færðir hafa verið í letur í þessari frásögn“ (Mósía 28:19). Hafið þetta hugfast við lestur Eters 6–11. Afhverju er þetta æskilegt – eða gagnlegt – fyrir ykkur og ástvini ykkar?

Skráið hughrif ykkar

Hundruðum ára eftir tortímingu Jaredítanna, uppgötvuðu Nefítarnir rústir hins forna samfélags þeirra. Meðal þessara rústa voru dularfullar heimildir – „þéttáletraðar töflur“ úr „skíra gulli“ (Mósía 8:9). Limí, konungur Nefítanna, skynjaði að þessi heimild væri mikilvæg og sagði: „Mikill leyndardómur er vafalaust geymdur á þessum töflum“ (Mósía 8:19). Við, á okkar tíma, höfðum útdrátt úr þessari heimild, þýdda yfir á ykkar tungumál, sem nefnd er Bók Eters. Hún er að hluta sú sama heimild og Nefítunum „fýsti takmarkalaust að“ lesa og þegar þeir gerðu það, „fylltust [þeir] trega. Þó veitti hún þeim mikla þekkingu, sem gladdi þá“ (Mósía 28:12, 18). Þegar þið lesið um framrás og hörmulegt fall Jaredítanna, munið þið finna margar sorgarstundir. Missið þó ekki af gleði þess að læra af þessari sögu. Hvað sem öllu líður, líkt og Moróní ritaði: „Það [er] viska Guðs, að þetta sé yður sýnt“ (Eter 8:23), því við getum lært af mistökum og velgengni Jaredítanna, að „hið illa verði afnumið og sá tími [kemur], að Satan [hefur] ekkert vald yfir hjörtum mannanna barna“ (Eter 8:26).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Eter 6:1–12

Drottinn mun leiða mig að mínu fyrirheitna landi.

Þið gætuð hlotið andlegan skilning af því að bera saman sjóferð Jaredítanna og ferð ykkar um jarðlífið. Hverju hefur Drottinn t.d. séð ykkur fyrir sem lýsir veg ykkar, líkt og steinarnir í bátum Jaredítanna? Hvað gætu bátarnir táknað eða vindurinn sem „blés stöðugt í átt til hins fyrirheitna lands“? (Eter 6:8). Hvað lærið þið af því sem Jaredítarnir gerðu fyrir og eftir sjóferðina og meðan á henni stóð? Hvernig leiðir Drottinn ykkur í átt að fyrirheitna landi ykkar?

Ljósmynd
Jaredítarnir höfðu dýr með sér í ferðinni.

Minerva•K. Teichert (1888–1976), Ferð Jaredítanna um Asíu, 1935, oíumálverk á dúk og masónítplötu, 35 x 48 tommur. Listasafn Brigham Young háskóla.

Eter 6:5–18, 30; 9:28–35; 10:1–2

Drottinn blessar mig þegar ég sýni auðmýkt.

Þótt dramb og ranglæti hafi virst ráðandi í sögu Jarídanna, þá má líka finna í þessum kapítulum dæmi um auðmýkt – einkum í Eter 6:5–18, 30; 9:28–35; og 10:1–2. Að ígrunda eftirfarandi spurningar, gæti hjálpað ykkur að læra af þessum dæmum: Afhverju auðmýktu Jaredítarnir sig í þessum aðstæðum? Hvað gerðu þeir til að sýna auðmýkt sína? Hvernig voru þeir blessaðir af því? Gætið að því að í sumum tilvikum neyddist fólkið til auðmýktar vegna aðstæðna sinna. Íhugið hvað þið getið gert til að vera fús til að „ganga í auðmýkt frammi fyrir Drottni“ (Eter 6:17), fremur en að vera neydd til auðmýktar (sjá Mósía 4:11–12; Alma 32:14–18).

Sjá einnig „Auðmjúkur, Auðmýkt,“ Leiðarvísir að ritningunum, https://www.churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Eter 7–11

Réttlátir leiðtogar blessa fólkið sem þeir leiða.

Kapítular 7–11 í Eter ná hið minnsta yfir 28 kynslóðir. Þótt ekki sé mögulegt að veita nákvæmar upplýsingar í svo stuttu máli, þá kemur ákveðið mynstur fljótt í ljós: Réttlátir leiðtogar leiða til blessana og farsældar, en ranglátir leiðtogar leiða til ánauðar og tortímingar.

Hér á eftir eru einungis fáeinir konungar sem nefndir eru í þessum kapítulum. Lesið viðeigandi vers og sjáið hvað þið getið lært af dæmunum um leiðtogahæfni – jákvætt og neikvætt. Þegar þið gerið það, hugsið þá um tækifæri sem þið hafið hlotið til að leiða eða hafa áhrif á aðra á heimili ykkar, í samfélaginu, kirkjunni, o.s.frv.

Eter 8:7–26

Hvað eru leynisamtök?

Þegar tveir eða fleiri gera samsæri um að halda ranglátum verkum þeirra leyndum, eru þeir í leynisamtökum. Oft láta þeir stjórnast af löngun eftir völdum eða ríkidæmi. Auk leynisamtakanna sem getið er um í Eter 8:7–18, þá má finna fleiri dæmi í Helaman 1:9–12; 2:2–11; 6:16–30; og HDP Móse 5:29–33. Í Eter 8:18–26 lýsir Moróní afleiðingum leynisamtaka (sjá einnig Eter 9:4–12) og leggur að okkur að styðja þau ekki.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Eter 6:2–12

Hefði fjölskylda ykkar gaman að því að leika sjóferð Jaredítanna til fyrirheitna landsins? Ef til vill gætuð þið notað dimmt herbergi sem báta og vasaljós sem skínandi steina. Þið gætuð rætt hvernig Jaredítarnir sýndu trú á Drottin með því að fara í bátana, þrátt fyrir að fólkið vissi að það yrði „grafið í djúpi sjávar“ (Eter 6:6). Eftir lestur vers 9 gæti fjölskylda ykkar miðlað kærum lofsöng og sungið hann saman. Hvernig mætti líkja heimili okkar við báta Jaredítanna? Hvert er fyrirheitna landið sem Drottinn er að leiða fjölskyldu okkar til?

Eter 6:22–23

Í vikunni gæti fjölskylda ykkar fylgst með því hvernig spámannlega aðvörun bróður Jareds um ánauð uppfylltist. Hvaða aðvaranir hafa kirkjuleiðtogar okkar gefið okkur? Hvernig gæti það leitt til ánauðar að hlusta ekki á leiðsögn þeirra?

Eter 8:23–26

Afhverju var Moróní boðið, samkvæmt þessum versum, að rita „þetta“ um leynisamtök? (Eter 8:23). Hvað höfum við lært af Bók Eters okkur til hjálpar við að hljóta blessanirnar sem tilgreindar eru í versi 26?

Eter 9:11

Hvernig hafa þrár okkar áhrif á það sem við veljum? Hvað getum við gert sem fjölskylda til að tryggja að við þráum það sem Guðs er?

Eter 11:8

Ef þið viljið læra meira um miskunn Drottins fyrir þá sem iðrast, sjá þá Mósía 26:29–30; 29:18–20; Alma 34:14–16; eða Moróní 6:8. Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir miðlað dæmum um miskunn Guðs í ritningunum eða úr eigin lífi.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Breytið samkvæmt því sem þið lærið. Í trúarnámi felst meira en að lesa og ígrunda. Oft lærum við mest af því að lifa eftir sannleika ritninganna (sjá Jóhannes 7:17). Hvað munið þið gera til að hagnýta það sem þið lesið í Eter 6–11?

Ljósmynd
Jaredítar sigla á sjó

Bátar Jaredítanna, eftir Gary Ernest Smith

Prenta