„9.–15. janúar. Matteus 2; Lúkas 2: Við erum komnir að veita honum lotningu,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)
„9.–15. janúar. Matteus 2; Lúkas 2,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
9.–15. janúar
Matteus 2; Lúkas 2
Við erum komnir að veita honum lotningu
Gætið að andlegum skilningi sem þið hljótið við lestur Matteus 2 og Lúkas 2. Ábendingarnar í þessum lexíudrögum geta hjálpað ykkur að þekkja sumar hinna mikilvægu reglna í þessum kapítulum.
Skráið hughrif ykkar
Allt frá fæðingu var ljóst að Jesús var ekkert venjulegt barn. Það var ekki bara hin nýja stjarna á himnum eða fagnaðarorð engla sem gerði fæðingu Jesú merkilega. Það var líka vegna þeirrar staðreyndar að svo margt trúfast fólk – af ólíku þjóðerni, starfsvettvangi og bakgrunni – hópaðist strax að honum. Jafnvel áður en hann setti fram boð sitt „kom … fylg mér,“ kom það til hans (Lúkas 18:22). Auðvitað komu ekki allir til hans. Það voru margir sem gáfu honum engan gaum og afbrýðisamur valdhafi sóttist jafnvel eftir lífi hans. Hinir auðmjúku, hreinu og trúföstu leitendur réttlætisins, sáu þó hver hann var í raun – hinn fyrirheitni Messías. Trúfesti þeirra veitir okkur innblástur, því „[boðið um] mikinn fögnuð“ sem fært var hirðunum, veittist „öllum lýðnum“ og „[frelsarinn] … sem er Kristur Drottinn“ fæddist okkur öllum á þeim degi (sjá Lúkas 2:10–11).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Jesús Kristur fæddist við fábrotnar aðstæður.
Þótt Jesús Kristur hafi notið dýrðar hjá Guði föðurnum „áður en heimur var til“ (Jóhannes 17:5), þá var hann fús til að fæðast við fábrotnar aðstæður og dvelja meðal okkar á jörðu. Þegar þið lesið Lúkas 2:1–7, íhugið þá hvað þessi frásögn um fæðingu hans kennir um hann. Reynið að gæta að einhverju í frásögninni sem þið hafið ekki áður tekið eftir og eykur skilning ykkar. Hvaða áhrif hefur það á tilfinningar ykkar til hans að gæta að þessum hlutum?
Sjá einnig „Barnið Kristur: Jólasaga“ (myndband), kirkjajesukrists.org/kristsbarnid-jolasaga?start=12&count=12&lang=isl-is.
Það eru mörg vitni að fæðingu Krists.
Fæðing og bernska Krists einkenndust af vitnum og tilbiðjendum frá ýmsum lífsins áttum. Hvað lærið þið um að tilbiðja og vitna um Krist af frásögnunum þessara einstaklinga?
Vitni Krists |
Hvað læri ég um að tilbiðja og vitna um Krist? |
---|---|
Vitni Krists Hirðar (Lúkas 2:8–20) | Hvað læri ég um að tilbiðja og vitna um Krist?
|
Vitni Krists Símeon (Lúkas 2:25–35) | Hvað læri ég um að tilbiðja og vitna um Krist?
|
Vitni Krists Anna (Lúkas 2:36–38) | Hvað læri ég um að tilbiðja og vitna um Krist?
|
Vitni Krists Vitringar (Matteus 2:1–12) | Hvað læri ég um að tilbiðja og vitna um Krist?
|
Sjá einnig 1. Nefí 11:13–23; 3. Nefí 1:5–21; „Shepherds Learn of the Birth of Christ [Hirðar heyra um fæðingu Krists]“ og „The Christ Child Is Presented at the Temple [Barnið Kristur í musterinu“ (myndbönd), ChurchofJesusChrist.org.
Foreldrar geta hlotið opinberun fjölskyldu sinni til verndar.
Jósef hefði aldrei getað gert það sem hann var beðinn að gera – að vernda Jesú í barnæsku – án hjálpar himins. Líkt og vitringarnir, hlaut hann opinberun sem aðvörun um hættu. Þegar þið lesið um reynslu Jósefs í Matteus 2:13–23, íhugið þá líkamlegar og andlegar hættur okkar tíma. Íhugið upplifanir þegar þið hafið fundið leiðsögn Guðs ykkur og ástvinum ykkar til verndar. Íhugið að segja öðrum frá þessum upplifunum. Hvað getið þið gert til að hljóta slíka leiðsögn í framtíðinni?
Þið gætuð auk þess íhugað að horfa á myndbandið „The First Christmas Spirit [Fyrsti jólaandinn]“ (ChurchofJesusChrist.org), þar sem því er lýst hvernig Jósef gæti hafa liðið með þá ábyrgð að annast son Guðs.
Allt frá unga aldri einblíndi Jesús á að gera vilja föður síns.
Sem piltur, kenndi frelsarinn fagnaðarerindið svo kröftuglega að jafnvel kennararnir í musterinu furðuðu sig á „skilningi hans og andsvörum“ (Lúkas 2:47). Hvað lærið þið af þessum versum um frelsarann sem ungmenni? Hvernig reynir ungt fólk sem þið þekkið að „[gera verk föður síns]“? (Lúkas 2:49). Hvernig hafa ungmenni og börn hjálpað ykkur að hljóta aukinn skilning á fagnaðarerindinu? Hvað annað lærið þið af fordæmi Jesú í barnæsku í Lúkas 2:40–52 og Þýðing Josephs Smith, Matteus 3:24–26 (í Þýðing Josephs Smith Viðauki á KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp)?
Hvað er Þýðing Josephs Smith?
Þar sem „mörg skýr og afar dýrmæt atriði“ höfðu glatast úr Biblíunni í aldanna rás (1. Nefí 13:28; sjá einnig HDP Móse 1:41), bauð Drottinn Joseph Smith að gera innblásnar breytingar á Biblíunni, sem eru kunnar sem Þýðing Josephs Smith. Margar breytingar sem spámaðurinn gerði má finna í viðauka í ritningum Síðari daga heilagra. Þýðing Josephs Smith á Matteus 24, kunnug sem Joseph Smith – Matteus, má finna í Hinni dýrmætu perlu. Til að fá fleiri upplýsingar um þetta, sjá þá „Þýðing Josephs Smith (ÞJS)“ í Leiðarvísi að ritningunum og trúarfræðigreininni [Gospel Topics] „Bible, Inerrancy of [Biblían, villur]“ (topics.ChurchofJesusChrist.org).
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Lúkas 2.Biðjið fjölakyldumeðlimi að velja sér sögupersónu í Lúkas 2, lesa nokkur vers um samskipti þeirrar persónu við frelsarann og miðla einhverju sem þeir lærðu og styrkti trú þeirra á Jesú Krist. Syngið saman „Vögguljóð Maríu“ eða „Vöggulag á jólum“ (Barnasöngbókin, 28 og 30). Hvað lærum við af þessum söngvum um fæðingu frelsarans?
Íhugið hvernig listaverk gætu auðgað umræðuna um fæðingu Krists. (Sjá t.d. Trúarmyndabók eða history.ChurchofJesusChrist.org/exhibit/birth-of-Christ.)
-
Matteus 2:1–12.Hvað lærum við um að leita og finna frelsarann af fordæmi vitringanna?
-
Lúkas 2:41–49.Hvert er „verk föðurins“? (Lúkas 2:49; sjá HDP Móse 1:39; General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints [Almenn handbók: Þjóna í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu], 1.2, ChurchofJesusChrist.org). Hvað lærum við um það verk af frásögninni í Lúkas 2:41–49? Íhugið að skrá á bréfmiða hvernig þið gætuð tekið þátt í verki föðurins sem fjölskylda og setja þá í krukku. Í komandi viku, þegar fjölskylda ykkar leitar leiða til að hjálpa við verk himnesks föður, getur hún valið sér hugmyndir úr krukkunni. Ráðgerið tíma þar sem þið miðlið upplifunum ykkar.
-
Lúkas 2:52.Hvað getum við lært af Lúkas 2:52 um það hvernig Jesús óx og þroskaðist í lífi sínu? Hvaða markmið getum við sett persónulega og sem fjölskylda til að „[þroskast] að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum“?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Jólanótt,“ Barnasöngbókin, 24.